Bæjarstjóri sakaður um að vera njósnari: „Enginn veit hver hún er“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. maí 2024 08:36 Alice Guo hefur verið á milli tannanna á fólki í Filippseyjum undanfarið vegna meintra tengsla hennar við mansalsstarfsemi og spurninga um uppruna hennar. Bæjarstjórn Bamban Bæjarstjóri filippseyska bæjarins Bamban er nú skyndilega í kastljósi fjölmiðla, bæði innan Filippseyja sem utan, vegna ásakanna um að hún sé í raun og veru að vinna fyrir Kína. Bæjarstjórinn sem um ræðir er hin 35 ára gamla Alice Guo. Ekkert hafði þótt benda til þess að eitthvað óvenjulegt væri í seyði með hana. Þangað til filippseyska þingið gerði henni að gefa skýrslu fyrr í þessum mánuði. BBC fjallar um málið, en í frétt miðilsins segir að málið megi rekja til lögregluaðgerða í húsnæði netspilavítis í bænum hennar. Í ljós hafi komið að spilavítið væri svikamilla. Þar hafi starfað um sjöhundruð manns, þar af rúmlega 200 kínverjar og aðrir 73 útlendingar. Þetta fólk er talið hafa verið í kynlífsmansali á netinu. „Enginn veit hver hún er“ Ferdinand Marcos, forseti Filipseyja, hefur gripið til mikilla aðgerða gegn netspilavítum sem þessum, sérstaklega vegna uppgötvana um að sum þeirra starfræki mansal. Rannsókn á áðurnefndu netspilavíti leiddi í ljós að húsnæði þess væri á lóð í eigu Guo, sem væri í raun örstutt frá skrifstofu hennar. Hún hefur þó haldið því fram að hafa selt landareignina áður en hún fór í framboð til bæjarstjórnar fyrir tveimur árum. Um er að ræða átta hektara land, sem samkvæmt BBC inniheldur sundlaug og vínkjallara, en einnig húsnæði þar sem áðurnefnd svikamillustarfsemi fór fram. „Enginn veit hver hún er. Við veltum fyrir okkur hvaðan hún kemur. Þess vegna erum við að rannsaka þetta, vegna spurninga um uppruna hennar,“ sagði Marcos forseti við blaðamenn. Lítið er vitað um Guo, sem er óvenjulegt í filippseyskum stjórnmálum þar sem pólitíkusar koma gjarnan úr þekktum fjölskyldum stjórnmálamanna. Þá bendir BBC á að eftirnafn hennar, Guo, sé eitt algengasta fjölskyldunafn Filippseyja hjá fólki af kínverskum uppruna. Í skýrslutöku hjá filippseyska þinginu á dögunum viðurkenndi Guo að fæðingarvottorð hennar hefði verið gefið út þegar hún var nýorðin sautján ára. Hún sagði ástæðuna vera að hún hefði fæðst heima hjá sér, en ekki á spítala eða á annarri heilbrigðisstofnun. Þá vakti einnig athygli að Guo sagði föður sinn vera filippseyskan, en samkvæmt gögnum sem liggja fyrir í málinu er hann sagður kínverskur. Sökuð um að vera njósnari „Er Alice bæjarstjóri, og aðrir hennar líkir með dularfullan bakgrunn, að vinna fyrir Kína? Komið fyrir í landinu okkar svo þau geti skipt sér af filippseyskum stjórnmálum?“ spurði Risa Hontiveros, þingmaður í Filippseyjum að skýrslutökunni lokinni. „Það er erfitt að trúa því að Alice Guo, bæjarstjóri Bamban svari alltaf með því að segja: „Ég veit það ekki,“ Og hún man ekki einu sinni hvar hún átti heima,“ sagði Sherwin Gatchalian, annar þingmaður. Guo hefur ekki tjáð sig um ásakanir um að hún sé í raun og veru njósnari, og þá hefur hún forðast viðtöl við fjölmiðla í kjölfar skýrslutökunnar. Filippseyjar Erlend sakamál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Bæjarstjórinn sem um ræðir er hin 35 ára gamla Alice Guo. Ekkert hafði þótt benda til þess að eitthvað óvenjulegt væri í seyði með hana. Þangað til filippseyska þingið gerði henni að gefa skýrslu fyrr í þessum mánuði. BBC fjallar um málið, en í frétt miðilsins segir að málið megi rekja til lögregluaðgerða í húsnæði netspilavítis í bænum hennar. Í ljós hafi komið að spilavítið væri svikamilla. Þar hafi starfað um sjöhundruð manns, þar af rúmlega 200 kínverjar og aðrir 73 útlendingar. Þetta fólk er talið hafa verið í kynlífsmansali á netinu. „Enginn veit hver hún er“ Ferdinand Marcos, forseti Filipseyja, hefur gripið til mikilla aðgerða gegn netspilavítum sem þessum, sérstaklega vegna uppgötvana um að sum þeirra starfræki mansal. Rannsókn á áðurnefndu netspilavíti leiddi í ljós að húsnæði þess væri á lóð í eigu Guo, sem væri í raun örstutt frá skrifstofu hennar. Hún hefur þó haldið því fram að hafa selt landareignina áður en hún fór í framboð til bæjarstjórnar fyrir tveimur árum. Um er að ræða átta hektara land, sem samkvæmt BBC inniheldur sundlaug og vínkjallara, en einnig húsnæði þar sem áðurnefnd svikamillustarfsemi fór fram. „Enginn veit hver hún er. Við veltum fyrir okkur hvaðan hún kemur. Þess vegna erum við að rannsaka þetta, vegna spurninga um uppruna hennar,“ sagði Marcos forseti við blaðamenn. Lítið er vitað um Guo, sem er óvenjulegt í filippseyskum stjórnmálum þar sem pólitíkusar koma gjarnan úr þekktum fjölskyldum stjórnmálamanna. Þá bendir BBC á að eftirnafn hennar, Guo, sé eitt algengasta fjölskyldunafn Filippseyja hjá fólki af kínverskum uppruna. Í skýrslutöku hjá filippseyska þinginu á dögunum viðurkenndi Guo að fæðingarvottorð hennar hefði verið gefið út þegar hún var nýorðin sautján ára. Hún sagði ástæðuna vera að hún hefði fæðst heima hjá sér, en ekki á spítala eða á annarri heilbrigðisstofnun. Þá vakti einnig athygli að Guo sagði föður sinn vera filippseyskan, en samkvæmt gögnum sem liggja fyrir í málinu er hann sagður kínverskur. Sökuð um að vera njósnari „Er Alice bæjarstjóri, og aðrir hennar líkir með dularfullan bakgrunn, að vinna fyrir Kína? Komið fyrir í landinu okkar svo þau geti skipt sér af filippseyskum stjórnmálum?“ spurði Risa Hontiveros, þingmaður í Filippseyjum að skýrslutökunni lokinni. „Það er erfitt að trúa því að Alice Guo, bæjarstjóri Bamban svari alltaf með því að segja: „Ég veit það ekki,“ Og hún man ekki einu sinni hvar hún átti heima,“ sagði Sherwin Gatchalian, annar þingmaður. Guo hefur ekki tjáð sig um ásakanir um að hún sé í raun og veru njósnari, og þá hefur hún forðast viðtöl við fjölmiðla í kjölfar skýrslutökunnar.
Filippseyjar Erlend sakamál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira