Bætti fimm ára Íslandsmet og var sendur í lyfjapróf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2024 08:31 Anton Sveinn McKee mætti í frábæru formi á Íslandsmeistaramótið um helgina og lítur vel út í aðdraganda Ólympíuleikanna. @antonmckee Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee sýndi að hann er í frábæru formi þegar hann tók þátt í Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi um helgina. Anton bætti fimm ára Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi á föstudaginn og hann synti síðan frábært 200 metra bringusund í gær þegar hann synti aftur undir A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Anton Sveinn synti tvö hundruð metrana á 2:09,28 mín. og var þar örstutt frá Íslandsmeti sínu sem er 2:08,74 mín. Þetta frábæra 200 metra bringusund var líka besta afrek mótsins en hann fékk fyrir það Sigurðarbikarinn, Pétursbikarinn og Ásgeirsbikarinn. Anton Sveinn McKee sýndi frá því á samfélagsmiðlum að hann var sendur í lyfjapróf í gær.@antonmckee Anton sýndi síðan frá því á samfélagsmiðlum að hann var tekinn í lyfjapróf eftir að keppni lauk á meistaramótinu í Laugardalshöllinni í gær. Anton skrifaði „Hrein íþrótt“ við færslu sína. Sigurðarbikarinn er gefinn í minningu Sigurðar Jónssonar Þingeyings. Gefandi gripsins er fjölskylda Sigurðar. Sigurðarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í bringusundi, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Sigurðar Bikarinn fékk Anton Sveinn McKee fyrir 200 metra bringusund á ÍM50 en fyrir það fékk hann 914 fina stig. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Það var Anton Sveinn McKee sem fékk Pétursbikar fyrir 200 metra bringusund á HM í 50 metra laug 2023. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Gefandi gripsins er fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Ásgeirsbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Anton Sveinn McKee fékk Ásgeirsbikarinn fyrir fyrrnefnt 200 metra bringusund sem hann synti á ÍM50 2024. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Kolbrúnarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Það var Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200 metra skriðsund sem hún synti á HM. Sund Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sjá meira
Anton bætti fimm ára Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi á föstudaginn og hann synti síðan frábært 200 metra bringusund í gær þegar hann synti aftur undir A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Anton Sveinn synti tvö hundruð metrana á 2:09,28 mín. og var þar örstutt frá Íslandsmeti sínu sem er 2:08,74 mín. Þetta frábæra 200 metra bringusund var líka besta afrek mótsins en hann fékk fyrir það Sigurðarbikarinn, Pétursbikarinn og Ásgeirsbikarinn. Anton Sveinn McKee sýndi frá því á samfélagsmiðlum að hann var sendur í lyfjapróf í gær.@antonmckee Anton sýndi síðan frá því á samfélagsmiðlum að hann var tekinn í lyfjapróf eftir að keppni lauk á meistaramótinu í Laugardalshöllinni í gær. Anton skrifaði „Hrein íþrótt“ við færslu sína. Sigurðarbikarinn er gefinn í minningu Sigurðar Jónssonar Þingeyings. Gefandi gripsins er fjölskylda Sigurðar. Sigurðarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í bringusundi, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Sigurðar Bikarinn fékk Anton Sveinn McKee fyrir 200 metra bringusund á ÍM50 en fyrir það fékk hann 914 fina stig. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Það var Anton Sveinn McKee sem fékk Pétursbikar fyrir 200 metra bringusund á HM í 50 metra laug 2023. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Gefandi gripsins er fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Ásgeirsbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Anton Sveinn McKee fékk Ásgeirsbikarinn fyrir fyrrnefnt 200 metra bringusund sem hann synti á ÍM50 2024. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Kolbrúnarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Það var Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200 metra skriðsund sem hún synti á HM.
Sund Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sjá meira