„Vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2024 16:30 Viðar Örn ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár. Vísir/Sigurjón Höttur leikur í kvöld sinn fyrsta leik í úrslitakeppni í efstu deild karla í körfubolta. Það snýst allt um einvígið við Val á Egilsstöðum og þjálfari liðsins segist vera spenntur fyrir rimmunni. Höttur komst á dögunum í úrslitakeppnina í Subway-deild karla en liðið endaði í 8. sætinu eftir deildarkeppnina. Liðið mætir því deildarmeisturum Vals í 8-liða úrslitunum en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslitin. Leikurinn í kvöld fer fram á Hlíðarenda og hefst klukkan 20:15. Ætlar að hrista upp í hlutunum Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari liðsins og hann ætlar sér að hrista upp í úrslitakeppninni. „Það er mikil eftirvænting og spenna fyrir því að þetta byrji. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að stefna á í lengri tíma og við erum lítill klúbbur að koma inn í þessa úrslitakeppni og við ætlum okkur að hrista upp í þessu og hafa þetta spennandi,“ segir Viðar Örn og heldur áfram. Hann segist ekki vera hræddur við spennufall hjá sínum leikmönnum, að komast loks í úrslitakeppnina. „Maður veit ekkert hvernig þetta verður. Við reyndar mættum Val í undanúrslitum í bikar í fyrra og þá var eitthvað svona hrun en við tökum bara á því sem hent er í okkur.“ Sameinað Austurland Viðar segir að eftirvæntingin fyrir leiknum og einvíginu sé mikil fyrir austan. „Ég held að við séum að ná að kveikja enn meiri áhuga og það er eftirvænting eftir þessu og við vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur og við náum að gera eitthvað gott fyrir samfélagið fyrir austan.“ Aðeins einu sinni í sögu úrslitakeppninnar hefur liðið í áttunda sæti slegið út deildarmeistarana og gerðist það árið 1998 þegar ÍA sló út Grindavík. Sagan er því ekki með Hetti fyrir einvígið. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn hefja úrslitakeppnina á Stöð 2 Sport klukkan 19:30. Subway-deild karla Höttur Valur Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Sjá meira
Höttur komst á dögunum í úrslitakeppnina í Subway-deild karla en liðið endaði í 8. sætinu eftir deildarkeppnina. Liðið mætir því deildarmeisturum Vals í 8-liða úrslitunum en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslitin. Leikurinn í kvöld fer fram á Hlíðarenda og hefst klukkan 20:15. Ætlar að hrista upp í hlutunum Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari liðsins og hann ætlar sér að hrista upp í úrslitakeppninni. „Það er mikil eftirvænting og spenna fyrir því að þetta byrji. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að stefna á í lengri tíma og við erum lítill klúbbur að koma inn í þessa úrslitakeppni og við ætlum okkur að hrista upp í þessu og hafa þetta spennandi,“ segir Viðar Örn og heldur áfram. Hann segist ekki vera hræddur við spennufall hjá sínum leikmönnum, að komast loks í úrslitakeppnina. „Maður veit ekkert hvernig þetta verður. Við reyndar mættum Val í undanúrslitum í bikar í fyrra og þá var eitthvað svona hrun en við tökum bara á því sem hent er í okkur.“ Sameinað Austurland Viðar segir að eftirvæntingin fyrir leiknum og einvíginu sé mikil fyrir austan. „Ég held að við séum að ná að kveikja enn meiri áhuga og það er eftirvænting eftir þessu og við vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur og við náum að gera eitthvað gott fyrir samfélagið fyrir austan.“ Aðeins einu sinni í sögu úrslitakeppninnar hefur liðið í áttunda sæti slegið út deildarmeistarana og gerðist það árið 1998 þegar ÍA sló út Grindavík. Sagan er því ekki með Hetti fyrir einvígið. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn hefja úrslitakeppnina á Stöð 2 Sport klukkan 19:30.
Subway-deild karla Höttur Valur Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Sjá meira