Fótbolti

Inter nálgast titilinn óðum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Federico Dimarco fagnar marki sínu ásamt Alessandro Bastoni.
Federico Dimarco fagnar marki sínu ásamt Alessandro Bastoni. sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images

Inter Milan nálgast ítalska deildarmeistaratitilinn óðum og styrki stöðu sína enn frekar með 2-0 sigri gegn Empoli í kvöld.

Vinstri vængbakvörðurinn Federico Dimarco skoraði stórbrotið mark strax á 5. mínútu leiksins eftir frábæra sendingu miðvarðarins Alessandro Bastoni. 

Alexis Sanchez tvöfaldaði svo forystu Inter og tryggði þeim sigurinn með marki á 81. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Denzel Dumfries. 

Fjórir leikir fóru fram fyrr í dag. Þremur þeirra lauk með jafntefli en Bologna stóð uppi sem sigurvegari gegn Salernitana. 

Úrslit dagsins úr ítölsku úrvalsdeildinni

  • Bologna-Salernitana 3-0
  • Cagliari-Verona 1-1
  • Sassuolo-Udinese 1-1
  • Lecce-Roma 0-0

Eftir úrslit dagsins er Inter Milan í frábærri stöðu í efsta sæti deildarinnar. Með 14 stiga forskot á nágranna sína, AC Milan, í sætinu fyrir neðan þegar átta umferðir eru eftir. Þeir þurfa því ekki nema þrjá sigra í viðbót til að tryggja sér titilinn. 

Andstæðingar þeirra, Empoli, eru í verri stöðu. Í 17. sæti eins og er, jafnir Frosinone í fallsætinu að stigum en með betri markatölu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×