„Þetta er ástæðan fyrir því af hverju maður er í körfu“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. mars 2024 22:30 Halldór Garðar Hermannsson, leikmaður Keflavíkur, var afar ánægður með stuðninginn í Höllinni Vísir/Hulda Margrét Keflavik tryggði sér farseðilinn í úrslit VÍS-bikarsins eftir nítján stiga sigur gegn Stjörnunni 113-94. Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, var afar ánægður með sigurinn. Þetta var í þriðja skipti í röð sem Keflavík og Stjarnan áttust við í undanúrslitum bikarsins. Halldór Garðar hefur spilað alla þrjá leikina og loksins hafði Keflavík betur eftir að hafa tapað síðustu tveimur. „Segja þeir ekki allt er þegar þrennt er. Við vorum helvíti góðir í kvöld og við hittum skotunum okkar og þetta gekk vel.“ Halldór Garðar var mjög ánægður með sóknarleik Keflavíkur þar sem liðið gerði 113 stig. „Sóknarlega vorum við frábærir og varnarlega gerðum við vel á köflum. Hraðinn hentaði okkur betur en Stjörnunni enda gerðum við 113 stig.“ Keflavík var níu stigum yfir í hálfleik og Halldóri Garðari fannst byrjun Keflavíkur í síðari hálfleik afar öflug þar sem liðið gerði fyrstu átta stigin. „Mér fannst við enda annan leikhluta á afturfótunum. Það er oft talað um að fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta séu mikilvægar og við mættum ekkert eðlilega vel gíraðir í seinni hálfleikinn. Remy Martin fór á kostum í kvöld og gerði 39 stig og það kom Halldóri Garðari ekkert á óvart. „Ég sé þetta á æfingu fimm sinnum í viku og þetta var gott en þetta venst.“ Halldór Garðar missti af síðasta leik vegna meiðsla en sagði að stuðningurinn hjá Keflavík hafi gert það að verkum að hann fann lítið fyrir meiðslunum. „Eins og stuðningurinn var í stúkunni var maður nánast tilbúinn án þess að hita upp. Þetta er ástæðan fyrir því af hverju maður er í körfu það er að spila þessa stórleiki.“ Keflavík mun spila í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tólf ár. Keflavík mætir Tindastól en liðin mættust einnig í bikarúrslitum árið 2012 og þá hafði Keflavík betur. „Það verður æsispennandi. Það verður gaman að kljást við mína gömlu liðsfélaga Callum Lawson og Adomas Drungilas. Þeir voru eitthvað að tala við mig fyrir leik og vildu fá okkur. Það verður ógeðslega gaman,“ sagði Halldór Garðar léttur að lokum. Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Sjá meira
Þetta var í þriðja skipti í röð sem Keflavík og Stjarnan áttust við í undanúrslitum bikarsins. Halldór Garðar hefur spilað alla þrjá leikina og loksins hafði Keflavík betur eftir að hafa tapað síðustu tveimur. „Segja þeir ekki allt er þegar þrennt er. Við vorum helvíti góðir í kvöld og við hittum skotunum okkar og þetta gekk vel.“ Halldór Garðar var mjög ánægður með sóknarleik Keflavíkur þar sem liðið gerði 113 stig. „Sóknarlega vorum við frábærir og varnarlega gerðum við vel á köflum. Hraðinn hentaði okkur betur en Stjörnunni enda gerðum við 113 stig.“ Keflavík var níu stigum yfir í hálfleik og Halldóri Garðari fannst byrjun Keflavíkur í síðari hálfleik afar öflug þar sem liðið gerði fyrstu átta stigin. „Mér fannst við enda annan leikhluta á afturfótunum. Það er oft talað um að fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta séu mikilvægar og við mættum ekkert eðlilega vel gíraðir í seinni hálfleikinn. Remy Martin fór á kostum í kvöld og gerði 39 stig og það kom Halldóri Garðari ekkert á óvart. „Ég sé þetta á æfingu fimm sinnum í viku og þetta var gott en þetta venst.“ Halldór Garðar missti af síðasta leik vegna meiðsla en sagði að stuðningurinn hjá Keflavík hafi gert það að verkum að hann fann lítið fyrir meiðslunum. „Eins og stuðningurinn var í stúkunni var maður nánast tilbúinn án þess að hita upp. Þetta er ástæðan fyrir því af hverju maður er í körfu það er að spila þessa stórleiki.“ Keflavík mun spila í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tólf ár. Keflavík mætir Tindastól en liðin mættust einnig í bikarúrslitum árið 2012 og þá hafði Keflavík betur. „Það verður æsispennandi. Það verður gaman að kljást við mína gömlu liðsfélaga Callum Lawson og Adomas Drungilas. Þeir voru eitthvað að tala við mig fyrir leik og vildu fá okkur. Það verður ógeðslega gaman,“ sagði Halldór Garðar léttur að lokum.
Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn