Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 12:24 Öldugangurinn var rosalega mikill. Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. „Ég hef verið í þessum bransa í átta ár og komið þarna mikið og aldrei séð þetta svona,“ segir Ásta Margrét Magnúsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. „Klettarnir, stuðlabergið. Þetta var allt saman lamið og barið af öldunum.“ Hún segir fólk hafa verið hætt komið vegna öldugangsins. Þegar hún hafi mætt í fjöruna hafi fimm manns verið komnir mjög langt að sjónum. „Þá lítur maður út eins og vitleysingur að arga og garga, því það heyrir enginn í manni því sjórinn er svo hávær. En þau komu sér í burtu og rétt eftir það kom svakaleg alda og þeim var mikið brugðið þegar þau sáu hana koma og áttuðu sig á því að þau hefðu lítið getað gert ef þau hefðu ekki farið ofar í fjöruna.“ Ásta segir einn í sínum hóp hafa verið eftir í bílnum á meðan hópurinn var í fjörunni. Sá hafi fundið bílinn hreyfast og sökkva ofan í sandinn þegar aldan reið yfir bílastæðið. Þá hafi viðkomandi séð ferðamenn hrasa beint fyrir framan bílastæðið. „Þetta voru gígantískar öldur. Venjulega er fólki alveg bannað að fara upp á grasið en þarna neyddust allir til að standa á grasinu, alveg langt upp hlíðina af því að það var ekkert hægt að vera neitt niður frá.“ Ásta segir lítið hægt að gera þegar öldugangurinn sé eins og hann var þennan dag. Það sé hluti af fegurð Reynisfjöru að hún sé óútreiknanleg. „Við ræddum það eftir þetta að þetta minnir svolítið á sögurnar af hafmeyjunum. Þar sem þær lokka sjóarana í hafið. Reynisfjara er nákvæmlega þannig,“ segir Ásta. Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Vara við aðstæðum í Reynisfjöru næstu daga Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð. 30. janúar 2024 15:32 Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn. 22. nóvember 2023 17:00 Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. 3. september 2023 10:15 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
„Ég hef verið í þessum bransa í átta ár og komið þarna mikið og aldrei séð þetta svona,“ segir Ásta Margrét Magnúsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. „Klettarnir, stuðlabergið. Þetta var allt saman lamið og barið af öldunum.“ Hún segir fólk hafa verið hætt komið vegna öldugangsins. Þegar hún hafi mætt í fjöruna hafi fimm manns verið komnir mjög langt að sjónum. „Þá lítur maður út eins og vitleysingur að arga og garga, því það heyrir enginn í manni því sjórinn er svo hávær. En þau komu sér í burtu og rétt eftir það kom svakaleg alda og þeim var mikið brugðið þegar þau sáu hana koma og áttuðu sig á því að þau hefðu lítið getað gert ef þau hefðu ekki farið ofar í fjöruna.“ Ásta segir einn í sínum hóp hafa verið eftir í bílnum á meðan hópurinn var í fjörunni. Sá hafi fundið bílinn hreyfast og sökkva ofan í sandinn þegar aldan reið yfir bílastæðið. Þá hafi viðkomandi séð ferðamenn hrasa beint fyrir framan bílastæðið. „Þetta voru gígantískar öldur. Venjulega er fólki alveg bannað að fara upp á grasið en þarna neyddust allir til að standa á grasinu, alveg langt upp hlíðina af því að það var ekkert hægt að vera neitt niður frá.“ Ásta segir lítið hægt að gera þegar öldugangurinn sé eins og hann var þennan dag. Það sé hluti af fegurð Reynisfjöru að hún sé óútreiknanleg. „Við ræddum það eftir þetta að þetta minnir svolítið á sögurnar af hafmeyjunum. Þar sem þær lokka sjóarana í hafið. Reynisfjara er nákvæmlega þannig,“ segir Ásta.
Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Vara við aðstæðum í Reynisfjöru næstu daga Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð. 30. janúar 2024 15:32 Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn. 22. nóvember 2023 17:00 Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. 3. september 2023 10:15 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Vara við aðstæðum í Reynisfjöru næstu daga Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð. 30. janúar 2024 15:32
Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn. 22. nóvember 2023 17:00
Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. 3. september 2023 10:15