Sport

Dag­skráin í dag: Meistaradeildin, For­múlan, Subway-deildin og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arsenal sækir Porto heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Arsenal sækir Porto heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. EPA-EFE/ANDY RAIN

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á ellefu beinar útsendingar á þessum fína miðvikudegi þar sem Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu verður í brennideplinum.

Stöð 2 Sport

Subway-deild kvenna á heima á Stöð 2 Sport og klukkan 19:05 hefst bein útsending frá nágrannaslag Keflavíkur og Grindavíkur. Að leik loknum verður Körfuboltakvöld svo á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum umferðarinnar.

Stöð 2 Sport 2

Meistaradeild Evrópu er farin að rúlla á ný og verða allir leikir kvöldsins sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og Vodafone í kvöld. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19:25 á Stöð 2 Sport 2, en klukkan 19:50 færum við okkur út á völl þar sem Napoli tekur á móti Barcelona.

Þegar leikjum kvöldsins lýkur verða Meistaradeildarmörkin á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 þar sem sérfræðingarnir fara yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.

Stöð 2 Sport 4

Bein útsending frá African Amateur Championship hefst klukkan 11:00 áður en Honda LPGA Thailand á LPGA-mótaröðinni hefur göngu sína frá klukkan 03:00 eftir miðnætti í nótt.

Stöð 2 eSport

Föruneyti Pingsins verður á sínum stað með sinn vikulega þátt klukkan 20:00.

Vodafone Sport

Tímabilið í Formúlu 1 er handan við hornið og frá klukkan 06:55 verður bein útsending frá fyrstu æfingum tímabilsins þar sem liðin sýna bílana sína.

Klukkan 19:50 er svo komið að viðureign Porto og Arsenal í Meistaradeild Evrópu áður en viðureign Canadiens og Sabres í NHL-deildinni í íshokkí lokar kvöldinu frá klukkan 00:05 eftir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×