Sport

Dag­skráin í dag: Meistara­deild Evrópu, körfu­bolti, borð­tennis og ís­hokkí

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Inter mætir Atlético Madríd í kvöld.
Inter mætir Atlético Madríd í kvöld. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

Það er fjölbreytt dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.05 mætast Haukar og Njarðvík í Subway-deild kvenna í körfubolta. Klukkan 20.05 er svo Körfuboltakvöld Extra á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.25 hefst upphitun fyrir leiki dagsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Klukkan 19.50 hefst svo útsending frá Mílanó þar sem Inter mætir Atlético Madríd. Að leik loknum, klukkan 22.00, eru Meistaradeildarmörkin.

Vodafone Sport

Klukkan 11.20 er World Table Tennis, eða heimsmeistaramótið í borðtennis, á dagskrá. Klukkan 19.50 hefst útsending frá Hollandi þar sem PSV og Borussia Dortmund mætast í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 00.05 er leikur New York Rangers og Dallas Stars í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×