Mikill meirihluti sérfræðinganna spáir Chiefs sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 14:01 Patrick Mahomes þykir líklegur til að vinna sinn þriðja titil með Kansas City Chiefs. AP/Martin Meissner Leikurinn um Ofurskálina fer fram í Las Vegas á sunnudagskvöldið og það lítur út fyrir að þeir sem fylgjast vel með hafi miklu meiri trú á öðru liðinu. Lið San Francisco 49ers var miklu meira sannfærandi á þessu NFL tímabili og það væri því langeðlilegast ef að þeim væri spáð sigri í Super Bowl leiknum í ár. Það er samt ekki svo. ESPN fjallar vel um NFL-deildina og hefur stóran hóp fólks í vinnu við að greina leikina, taka viðtöl og fjalla um það sem fer fram. ESPN ákvað að fá alla þessa aðila, 64 talsins, til að spá fyrir um lokatölur í Super Bowl leiknum á sunnudaginn en leikurinn er á milli 49ers og Kansas City Chiefs og fer fram í Las Vegas. Kansas City Chiefs er ríkjandi meistari eftir sigur á Philadelphia Eagles í fyrra en Chiefs liðið hefur verið gagnrýnt mikið í allan vetur. Þegar verst gekk bjuggust mjög fáir við því að liðið færi alla leið í ár enda virtist sóknarleikurinn vera lengi vel í molum. ESPN experts pick Super Bowl LVIII and make their MVP predictions https://t.co/f7z90fhnl1 #NFL #SchwartziesSports— Schwartzies (@SchwartziesS) February 7, 2024 Patrick Mahomes og félagar unnu frábæra útisigra á sterkum liðum á leið sinni í úrslitaleikinn og nú trúir fólk aftur á meistarana. Sérfræðingar ESPN hafa mikla trú á því að Chiefs liðið verji titilinn og verði fyrsta liðið til að gera það í tvo áratugi. 49 af 64 spámönnum telja að Kansas City Chiefs verði NFL meistari í ár eða 76,6 prósent. Aðeins 23,4 prósent spáð því að San Francisco 49ers vinni sinn fyrsta meistaratitil frá árinu 1995. Flestir spáðu leiknum 27-24 eða átta talsins en sjö spáðu honum 27-21. Mest var spáð 64 skoruðum stigum í leiknum (34-30) en minnst 37 stigum (20-17). Sá sem spáð stærstum sigri spáði 20 stiga sigri (34-14) en annars voru 52 af 64 á því að leikurinn myndi vinnast á snertimarki eða minna. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Heiðursstúkan: „Það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni“ Það er spenna í loftinu þessa dagana hjá áhugafólki um amerískan fótbolta og NFL deildina enda styttist í stærsta leik ársins í Bandaríkjunum en spilað verður um Ofurskálina á sunnudaginn kemur. 9. febrúar 2024 08:01 „Góð“ tilraun ársins: Dómarinn sem felldi Lamar Jackson Liðurinn „Góð tilraun gamli“ var á sínum stað í síðasta þætti Lokasóknarinnar. 8. febrúar 2024 23:32 Bandaríkjamenn veðja meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl Super Bowl leikurinn fer fram í Las Vegas í ár, „höfuðborg“ veðmála og spilavíta í Bandaríkjunum. Það vantar heldur ekki veðmálin á leikinn á sunnudaginn. 8. febrúar 2024 17:01 Ekki kveðjustund hjá manninum sem elskar ostborgara og amerískan fótbolta Andy Reid á möguleika á að gera Kansas City Chiefs að NFL-meisturum annað árið í röð og í þriðja sinn á fimm árum. 7. febrúar 2024 15:31 Hlær að samsæriskenningum um Swift og Super Bowl Yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, blæs á samsæriskenningar tengdar Taylor Swift og Super Bowl sem fer fram á sunnudaginn. 6. febrúar 2024 10:32 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Sjá meira
Lið San Francisco 49ers var miklu meira sannfærandi á þessu NFL tímabili og það væri því langeðlilegast ef að þeim væri spáð sigri í Super Bowl leiknum í ár. Það er samt ekki svo. ESPN fjallar vel um NFL-deildina og hefur stóran hóp fólks í vinnu við að greina leikina, taka viðtöl og fjalla um það sem fer fram. ESPN ákvað að fá alla þessa aðila, 64 talsins, til að spá fyrir um lokatölur í Super Bowl leiknum á sunnudaginn en leikurinn er á milli 49ers og Kansas City Chiefs og fer fram í Las Vegas. Kansas City Chiefs er ríkjandi meistari eftir sigur á Philadelphia Eagles í fyrra en Chiefs liðið hefur verið gagnrýnt mikið í allan vetur. Þegar verst gekk bjuggust mjög fáir við því að liðið færi alla leið í ár enda virtist sóknarleikurinn vera lengi vel í molum. ESPN experts pick Super Bowl LVIII and make their MVP predictions https://t.co/f7z90fhnl1 #NFL #SchwartziesSports— Schwartzies (@SchwartziesS) February 7, 2024 Patrick Mahomes og félagar unnu frábæra útisigra á sterkum liðum á leið sinni í úrslitaleikinn og nú trúir fólk aftur á meistarana. Sérfræðingar ESPN hafa mikla trú á því að Chiefs liðið verji titilinn og verði fyrsta liðið til að gera það í tvo áratugi. 49 af 64 spámönnum telja að Kansas City Chiefs verði NFL meistari í ár eða 76,6 prósent. Aðeins 23,4 prósent spáð því að San Francisco 49ers vinni sinn fyrsta meistaratitil frá árinu 1995. Flestir spáðu leiknum 27-24 eða átta talsins en sjö spáðu honum 27-21. Mest var spáð 64 skoruðum stigum í leiknum (34-30) en minnst 37 stigum (20-17). Sá sem spáð stærstum sigri spáði 20 stiga sigri (34-14) en annars voru 52 af 64 á því að leikurinn myndi vinnast á snertimarki eða minna. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Heiðursstúkan: „Það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni“ Það er spenna í loftinu þessa dagana hjá áhugafólki um amerískan fótbolta og NFL deildina enda styttist í stærsta leik ársins í Bandaríkjunum en spilað verður um Ofurskálina á sunnudaginn kemur. 9. febrúar 2024 08:01 „Góð“ tilraun ársins: Dómarinn sem felldi Lamar Jackson Liðurinn „Góð tilraun gamli“ var á sínum stað í síðasta þætti Lokasóknarinnar. 8. febrúar 2024 23:32 Bandaríkjamenn veðja meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl Super Bowl leikurinn fer fram í Las Vegas í ár, „höfuðborg“ veðmála og spilavíta í Bandaríkjunum. Það vantar heldur ekki veðmálin á leikinn á sunnudaginn. 8. febrúar 2024 17:01 Ekki kveðjustund hjá manninum sem elskar ostborgara og amerískan fótbolta Andy Reid á möguleika á að gera Kansas City Chiefs að NFL-meisturum annað árið í röð og í þriðja sinn á fimm árum. 7. febrúar 2024 15:31 Hlær að samsæriskenningum um Swift og Super Bowl Yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, blæs á samsæriskenningar tengdar Taylor Swift og Super Bowl sem fer fram á sunnudaginn. 6. febrúar 2024 10:32 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Sjá meira
Heiðursstúkan: „Það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni“ Það er spenna í loftinu þessa dagana hjá áhugafólki um amerískan fótbolta og NFL deildina enda styttist í stærsta leik ársins í Bandaríkjunum en spilað verður um Ofurskálina á sunnudaginn kemur. 9. febrúar 2024 08:01
„Góð“ tilraun ársins: Dómarinn sem felldi Lamar Jackson Liðurinn „Góð tilraun gamli“ var á sínum stað í síðasta þætti Lokasóknarinnar. 8. febrúar 2024 23:32
Bandaríkjamenn veðja meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl Super Bowl leikurinn fer fram í Las Vegas í ár, „höfuðborg“ veðmála og spilavíta í Bandaríkjunum. Það vantar heldur ekki veðmálin á leikinn á sunnudaginn. 8. febrúar 2024 17:01
Ekki kveðjustund hjá manninum sem elskar ostborgara og amerískan fótbolta Andy Reid á möguleika á að gera Kansas City Chiefs að NFL-meisturum annað árið í röð og í þriðja sinn á fimm árum. 7. febrúar 2024 15:31
Hlær að samsæriskenningum um Swift og Super Bowl Yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, blæs á samsæriskenningar tengdar Taylor Swift og Super Bowl sem fer fram á sunnudaginn. 6. febrúar 2024 10:32