Lamar Jackson bætti met Mahomes aðeins nokkrum dögum fyrir Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 10:31 Lamar Jackson með verðlaun sín sem mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar. AP/Matt York Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili. Með þessu kjöri þá varð Jackson sá yngsti í sögunni til að vinna þessi verðlaun tvisvar en hann er enn bara 27 ára gamall. Hann vann einnig þessi verðlaun árið 2019. L FREAKY #NFLHonors pic.twitter.com/tZh1VAsXrT— NFL (@NFL) February 9, 2024 Jackson átti frábært tímabil eins og liðið hans en liðið brást enn og einu sinni í úrslitakeppninni. Það sem meira er að Jackson bætti með þessu met Patrick Mahomes um níu mánuði. Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs eru að undirbúa sig fyrir Super Bowl leikinn á móti San Francisco 49ers á sunnudagskvöldið. Mahomes vann þessi verðlaun árið 2018 og svo í fyrra. This has been the most fun I ve ever had playing football. -@CMC_22 #NFLHonors on CBS & NFLN pic.twitter.com/IuvFisPiOm— San Francisco 49ers (@49ers) February 9, 2024 Jackson fékk yfirburðarkosningu eða 493 stig en annar var Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowobys með 152 stig og þriðji Christian McCaffrey, hlaupari San Francisco 49ers með 147 stig. Mahomes endaði bara í sjöunda sæti með 12 stig. Umræddur McCaffrey, sem verður í aðalhlutverki í Super Bowl, var aftur á móti valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Besti varnarmaðurinn var valinn Myles Garrett hjá Cleveland Browns. Hann er fyrsti leikmaður síns félags til að vinna þessi verðlaun. Endurkomu ársins átti leikstjórnandinn Joe Flacco hjá Browns. Big night for the @HoustonTexans and @Browns #NFLHonors pic.twitter.com/eLFl3MQwTZ— NFL (@NFL) February 9, 2024 Þjálfari ársins var valinn Kevin Stefanski hjá Cleveland Browns en hann hafði betur á móti DeMeco Ryans hjá Houston Texans. Texans liðið átti aftur á móti báða nýliða ársins. Leikstjórnandinn C.J. Stroud var valinn sóknarnýliði ársins en Will Anderson Jr. var valinn varnarnýliði ársins. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira
Með þessu kjöri þá varð Jackson sá yngsti í sögunni til að vinna þessi verðlaun tvisvar en hann er enn bara 27 ára gamall. Hann vann einnig þessi verðlaun árið 2019. L FREAKY #NFLHonors pic.twitter.com/tZh1VAsXrT— NFL (@NFL) February 9, 2024 Jackson átti frábært tímabil eins og liðið hans en liðið brást enn og einu sinni í úrslitakeppninni. Það sem meira er að Jackson bætti með þessu met Patrick Mahomes um níu mánuði. Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs eru að undirbúa sig fyrir Super Bowl leikinn á móti San Francisco 49ers á sunnudagskvöldið. Mahomes vann þessi verðlaun árið 2018 og svo í fyrra. This has been the most fun I ve ever had playing football. -@CMC_22 #NFLHonors on CBS & NFLN pic.twitter.com/IuvFisPiOm— San Francisco 49ers (@49ers) February 9, 2024 Jackson fékk yfirburðarkosningu eða 493 stig en annar var Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowobys með 152 stig og þriðji Christian McCaffrey, hlaupari San Francisco 49ers með 147 stig. Mahomes endaði bara í sjöunda sæti með 12 stig. Umræddur McCaffrey, sem verður í aðalhlutverki í Super Bowl, var aftur á móti valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Besti varnarmaðurinn var valinn Myles Garrett hjá Cleveland Browns. Hann er fyrsti leikmaður síns félags til að vinna þessi verðlaun. Endurkomu ársins átti leikstjórnandinn Joe Flacco hjá Browns. Big night for the @HoustonTexans and @Browns #NFLHonors pic.twitter.com/eLFl3MQwTZ— NFL (@NFL) February 9, 2024 Þjálfari ársins var valinn Kevin Stefanski hjá Cleveland Browns en hann hafði betur á móti DeMeco Ryans hjá Houston Texans. Texans liðið átti aftur á móti báða nýliða ársins. Leikstjórnandinn C.J. Stroud var valinn sóknarnýliði ársins en Will Anderson Jr. var valinn varnarnýliði ársins. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira