Missti af fæðingu dóttur sinnar til að æfa fyrir bardaga sem var svo frestað Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2024 06:31 Oleksandr Usyk var upptekinn við æfingar þegar dóttir hans kom í heiminn. Foto Olimpik/NurPhoto via Getty Images Úkraínski hnefaleikakappinn Oleksandr Usyk hefur gert allt sem í sínu valdi stendur til að vera í standi þegar hann mætir Tyson Fury í bardaga um heimsmeistaratitilinn í boxi. Usyk og Fury áttu að mætast í bardaga þann 17. febrúar næstkomandi til að skera úr um hvor þeirra væri óumdeildur heimsmeistari í þungavigt (e. undisputed heavyweight champion of the world), en honum hefur nú verið frestað til 18. maí eftir að Fury fékk skurð á auga á æfingu. Þetta er í þriðja sinn sem bardaganum er frestað og er ljóst að kapparnir hafa fórnað miklu til að gera sig klára fyrir bardagann. Usyk sagði til að mynda nýverið frá því að hann hafi misst af fæðingu dóttur sinnar þegar hann var í æfingabúðum á Spáni. „Ég enn ánægður. Hlutir gerast og þannig er lífið,“ sagði Usyk er hann ræddi um að hafa misst af fæðingu dóttur sinnar sem kom í heiminn þann 28. janúar síðastliðinn. „Ég er mjög ánægður því nú fer ég aftur til Úkraínu. Nú get ég farið og hitt dætur mínar tvær og konuna mína. Ég get farið í kirkjuna mína til að biðja. Nú tek ég smá hvíld og fer svo beint aftur í æfingabúðirnar.“ Oleksandr Usyk has confirmed that he missed the birth of his second child whilst in training camp before his fight with Tyson Fury was pushed back to May 18 #FuryUsyk | #RiyadhSeason | #RingOfFire pic.twitter.com/n8KCJBa68v— DAZN Boxing (@DAZNBoxing) February 6, 2024 Hinn 35 ára gamli Fury er heimsmeistari hjá WBC samtökunum, en Usyk, 37 ára, er titilhafi hjá WBA, WBO og IBF. Þetta verður í fyrsta sinn sem óumdeildur heimsmeistari verður krýndur síðan farið var að berjast um fjögur belti. Box Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Sjá meira
Usyk og Fury áttu að mætast í bardaga þann 17. febrúar næstkomandi til að skera úr um hvor þeirra væri óumdeildur heimsmeistari í þungavigt (e. undisputed heavyweight champion of the world), en honum hefur nú verið frestað til 18. maí eftir að Fury fékk skurð á auga á æfingu. Þetta er í þriðja sinn sem bardaganum er frestað og er ljóst að kapparnir hafa fórnað miklu til að gera sig klára fyrir bardagann. Usyk sagði til að mynda nýverið frá því að hann hafi misst af fæðingu dóttur sinnar þegar hann var í æfingabúðum á Spáni. „Ég enn ánægður. Hlutir gerast og þannig er lífið,“ sagði Usyk er hann ræddi um að hafa misst af fæðingu dóttur sinnar sem kom í heiminn þann 28. janúar síðastliðinn. „Ég er mjög ánægður því nú fer ég aftur til Úkraínu. Nú get ég farið og hitt dætur mínar tvær og konuna mína. Ég get farið í kirkjuna mína til að biðja. Nú tek ég smá hvíld og fer svo beint aftur í æfingabúðirnar.“ Oleksandr Usyk has confirmed that he missed the birth of his second child whilst in training camp before his fight with Tyson Fury was pushed back to May 18 #FuryUsyk | #RiyadhSeason | #RingOfFire pic.twitter.com/n8KCJBa68v— DAZN Boxing (@DAZNBoxing) February 6, 2024 Hinn 35 ára gamli Fury er heimsmeistari hjá WBC samtökunum, en Usyk, 37 ára, er titilhafi hjá WBA, WBO og IBF. Þetta verður í fyrsta sinn sem óumdeildur heimsmeistari verður krýndur síðan farið var að berjast um fjögur belti.
Box Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn