Sport

Missti af fæðingu dóttur sinnar til að æfa fyrir bar­daga sem var svo frestað

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Oleksandr Usyk var upptekinn við æfingar þegar dóttir hans kom í heiminn.
Oleksandr Usyk var upptekinn við æfingar þegar dóttir hans kom í heiminn. Foto Olimpik/NurPhoto via Getty Images

Úkraínski hnefaleikakappinn Oleksandr Usyk hefur gert allt sem í sínu valdi stendur til að vera í standi þegar hann mætir Tyson Fury í bardaga um heimsmeistaratitilinn í boxi.

Usyk og Fury áttu að mætast í bardaga þann 17. febrúar næstkomandi til að skera úr um hvor þeirra væri óumdeildur heimsmeistari í þungavigt (e. undisputed heavyweight champion of the world), en honum hefur nú verið frestað til 18. maí eftir að Fury fékk skurð á auga á æfingu. 

Þetta er í þriðja sinn sem bardaganum er frestað og er ljóst að kapparnir hafa fórnað miklu til að gera sig klára fyrir bardagann. Usyk sagði til að mynda nýverið frá því að hann hafi misst af fæðingu dóttur sinnar þegar hann var í æfingabúðum á Spáni.

„Ég enn ánægður. Hlutir gerast og þannig er lífið,“ sagði Usyk er hann ræddi um að hafa misst af fæðingu dóttur sinnar sem kom í heiminn þann 28. janúar síðastliðinn.

„Ég er mjög ánægður því nú fer ég aftur til Úkraínu. Nú get ég farið og hitt dætur mínar tvær og konuna mína. Ég get farið í kirkjuna mína til að biðja. Nú tek ég smá hvíld og fer svo beint aftur í æfingabúðirnar.“

Hinn 35 ára gamli Fury er heimsmeistari hjá WBC samtökunum, en Usyk, 37 ára, er titilhafi hjá WBA, WBO og IBF. Þetta verður í fyrsta sinn sem óumdeildur heimsmeistari verður krýndur síðan farið var að berjast um fjögur belti.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×