Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2024 12:02 Ragnar og Birta skipulögðu mótmælin ásamt Atlasi Njálssyni. Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður náði tali af skipuleggjendum skólaverkfallsins, þeim Birtu og Ragnari, fyrir utan Hagaskóla eftir að þau gengu út úr tíma klukkan hálf ellefu. Að neðan má sjá viðtal Kristínar við nemendur Hagaskóla áður en þau lögðu af stað niður í bæ í morgun. „Við erum að fara í verkfall til að styðja Palestínu. Þetta er hræðilegt sem er að gerast í Palestínu og við viljum fjölskyldusameiningar og íslenska kennitölu fyrir palestínskt fólk,“ segja Birta Hall, Ragnar Eldur Jörundsson og Atlas Njálsson sem eru í hópi þeirra sem skipulögðu verkfallið. Og eruð það þið sem skipuleggið þetta? „Já við vorum að heimsækja tjaldið sem var á Austurvelli en svo tekið niður og við fengum hugmyndina að halda verkfall til að styðja fólkið sem er hérna á Íslandi,“ segir Ragnar. Atlas útskýrir að fluttar verði ræður á Austurvelli og svo verði hefðbundin mótmæli. Katla Hólm og Ingunn Brynja segja það hafa verið auðvelda ákvörðun að taka þátt. Að neðan má sjá myndir frá mótmælum Hagskælinga á Austurvelli. Og hvað viljið þið sjá að verði gert? Af hverju eruð þið að mæta? „Bara til að styðja, bara til að sýna samstöðu og vonumst eftir vopnahlé - já samstöðu.“ Fram kom í máli nemendanna að skiptar skoðanir væru í skólanum varðandi verkfallið. Sumum nemendum hefði þótt hreinlega of kalt að fara að mótmæla. Þá voru aðrir sem mótmældu sérstaklega einstökum stjórnmálamönnum og mátti sjá skilti sem kallaði eftir afsögn Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Einn nemandinn lýsti því að honum fyndist ekki mikið rætt um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs innan veggja skólans. Víðar var mótmælt í morgun en þegar krakkarnir héldu á Austurvöll mættu þau hópi sem var fyrir utan Ráðherrabústaðinn í reglulegum mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfund. Á Austurvelli bættust nemendur í Háteigsskóla meðal annars í hópinn. Grunnskólar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Krakkar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir fréttamaður náði tali af skipuleggjendum skólaverkfallsins, þeim Birtu og Ragnari, fyrir utan Hagaskóla eftir að þau gengu út úr tíma klukkan hálf ellefu. Að neðan má sjá viðtal Kristínar við nemendur Hagaskóla áður en þau lögðu af stað niður í bæ í morgun. „Við erum að fara í verkfall til að styðja Palestínu. Þetta er hræðilegt sem er að gerast í Palestínu og við viljum fjölskyldusameiningar og íslenska kennitölu fyrir palestínskt fólk,“ segja Birta Hall, Ragnar Eldur Jörundsson og Atlas Njálsson sem eru í hópi þeirra sem skipulögðu verkfallið. Og eruð það þið sem skipuleggið þetta? „Já við vorum að heimsækja tjaldið sem var á Austurvelli en svo tekið niður og við fengum hugmyndina að halda verkfall til að styðja fólkið sem er hérna á Íslandi,“ segir Ragnar. Atlas útskýrir að fluttar verði ræður á Austurvelli og svo verði hefðbundin mótmæli. Katla Hólm og Ingunn Brynja segja það hafa verið auðvelda ákvörðun að taka þátt. Að neðan má sjá myndir frá mótmælum Hagskælinga á Austurvelli. Og hvað viljið þið sjá að verði gert? Af hverju eruð þið að mæta? „Bara til að styðja, bara til að sýna samstöðu og vonumst eftir vopnahlé - já samstöðu.“ Fram kom í máli nemendanna að skiptar skoðanir væru í skólanum varðandi verkfallið. Sumum nemendum hefði þótt hreinlega of kalt að fara að mótmæla. Þá voru aðrir sem mótmældu sérstaklega einstökum stjórnmálamönnum og mátti sjá skilti sem kallaði eftir afsögn Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Einn nemandinn lýsti því að honum fyndist ekki mikið rætt um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs innan veggja skólans. Víðar var mótmælt í morgun en þegar krakkarnir héldu á Austurvöll mættu þau hópi sem var fyrir utan Ráðherrabústaðinn í reglulegum mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfund. Á Austurvelli bættust nemendur í Háteigsskóla meðal annars í hópinn.
Grunnskólar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Krakkar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira