Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 07:38 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. vísir/ívar Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. Samkvæmt frumvarpinu er brottfararstöð skilgreind sem „staður þar sem útlendingur sætir frelsisskerðingu samkvæmt lögum um útlendinga vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum.“ Við upphaf vistunar í brottfararstöð samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að ýmsar persónuupplýsingar um einstaklinga verði teknar niður, svo sem ljósmynd, fullt nafn, kyn, fæðingardagur og þjóðerni eða eftir atvikum ríkisfangsleysi, upplýsingar um tungumálakunnáttu, heilsufar og sjúkrasögu. Sér vistarverur fyrir konur og karla Þá skal upplýsingum um hvenær einstaklingur var frelsissviptur haldið til haga auk þess sem viðkomandi skal kynnt um réttindi sín og skyldur auk þess sem honum verður heimilt að hafa samband við lögmann, aðstandendur, fulltrúa heimalands og/eða viðurkennd mannúðarsamtök. Þá er gert ráð fyrir að vistarverur karla og kvenna verði aðskildar, en þó skuli fjölskyldum séð fyrir sérstökum vistarverum. Í þriðja kafla frumvarpsins er gert ráð fyrir heimild til valdbeitingar, líkamsleitar og leitar í vistarverum ef nauðsyn þykir og beitingu agaviðurlaga svo fátt eitt sé nefnt. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að þau taki gildi þann 1. mars á næsta ári og að brottfararstöð taki til starfa þann 12. júní sama ár. Starfsfólk í stað fangavarða Þess má einnig geta að samkvæmt frumvarpinu er ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir verði ráðnir til starfa í brottfararstöð, heldur muni lögreglunni á Suðurnesjum vera falið að ráða „starfsfólk“ sem muni sinna störfum við miðstöðina. Hlutverk fangavarða var meðal þess sem gagnrýnt var í umsögnum um frumvarpið sem fram komu á meðan það var í samráðsgátt. Þannig gerðu til að mynda Mannréttindastofnun Íslands og Bjarkarhlíð athugasemdir við það í sínum umsögnum að starfsfólk ætti að mestu leyti að vera fangaverðir. Í frumvarpinu sem nú hefur verið dreift á þingi er hins vegar gert ráð fyrir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráði starfsfólk brottfararstöðvar. „Það starfsfólk brottfararstöðvar sem talið er nauðsynlegt að hafi valdbeitingarheimildir þarf að hljóta viðeigandi þjálfun. Ráðherra setur reglugerð um þær kröfur sem gerðar eru til þjálfunar og námskeiða hjá starfsfólki brottfararstöðvar, þar á meðal sérstakar kröfur hvað varðar þjálfun starfsfólks með valdbeitingarheimildir,“ segir meðal annars um þetta efni í greinargerð með frumvarpinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Viðreisn Landamæri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Sjá meira
Samkvæmt frumvarpinu er brottfararstöð skilgreind sem „staður þar sem útlendingur sætir frelsisskerðingu samkvæmt lögum um útlendinga vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum.“ Við upphaf vistunar í brottfararstöð samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að ýmsar persónuupplýsingar um einstaklinga verði teknar niður, svo sem ljósmynd, fullt nafn, kyn, fæðingardagur og þjóðerni eða eftir atvikum ríkisfangsleysi, upplýsingar um tungumálakunnáttu, heilsufar og sjúkrasögu. Sér vistarverur fyrir konur og karla Þá skal upplýsingum um hvenær einstaklingur var frelsissviptur haldið til haga auk þess sem viðkomandi skal kynnt um réttindi sín og skyldur auk þess sem honum verður heimilt að hafa samband við lögmann, aðstandendur, fulltrúa heimalands og/eða viðurkennd mannúðarsamtök. Þá er gert ráð fyrir að vistarverur karla og kvenna verði aðskildar, en þó skuli fjölskyldum séð fyrir sérstökum vistarverum. Í þriðja kafla frumvarpsins er gert ráð fyrir heimild til valdbeitingar, líkamsleitar og leitar í vistarverum ef nauðsyn þykir og beitingu agaviðurlaga svo fátt eitt sé nefnt. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að þau taki gildi þann 1. mars á næsta ári og að brottfararstöð taki til starfa þann 12. júní sama ár. Starfsfólk í stað fangavarða Þess má einnig geta að samkvæmt frumvarpinu er ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir verði ráðnir til starfa í brottfararstöð, heldur muni lögreglunni á Suðurnesjum vera falið að ráða „starfsfólk“ sem muni sinna störfum við miðstöðina. Hlutverk fangavarða var meðal þess sem gagnrýnt var í umsögnum um frumvarpið sem fram komu á meðan það var í samráðsgátt. Þannig gerðu til að mynda Mannréttindastofnun Íslands og Bjarkarhlíð athugasemdir við það í sínum umsögnum að starfsfólk ætti að mestu leyti að vera fangaverðir. Í frumvarpinu sem nú hefur verið dreift á þingi er hins vegar gert ráð fyrir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráði starfsfólk brottfararstöðvar. „Það starfsfólk brottfararstöðvar sem talið er nauðsynlegt að hafi valdbeitingarheimildir þarf að hljóta viðeigandi þjálfun. Ráðherra setur reglugerð um þær kröfur sem gerðar eru til þjálfunar og námskeiða hjá starfsfólki brottfararstöðvar, þar á meðal sérstakar kröfur hvað varðar þjálfun starfsfólks með valdbeitingarheimildir,“ segir meðal annars um þetta efni í greinargerð með frumvarpinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Viðreisn Landamæri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Sjá meira