Sport

Rúllaði upp Djokovic og komst í úr­slita­leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jannik Sinner fagnar sigri og sæti í úrslitaleiknum.
Jannik Sinner fagnar sigri og sæti í úrslitaleiknum. Getty/Shi Tang

Serbinn Novak Djokovic er úr leik á Opna ástralska risamótinu í tennis eftir tap á móti Jannik Sinner í undanúrslitunum.

Sinner fór mjög illa með efsta manninn á heimslistanum í fyrstu tveimur settunum sem hann vann 6-1 og 6-2.

Djokovic kom til baka og vann þriðja settið 7-6 en Sinner tryggði sér sigurinn með því að vinna fjórða settið 6-3 og þar með leikinn 3-1. Hann vann því þrjú sett mjög sannfærandi og rúllaði upp goðsögninni.

Djokovic hafði unnið 34 leiki í röð á Opna ástralska meistaramótinu sem hann hefur unnið tíu sinnum á ferlinum.

Draumur Djokovic um 25 risatitilinn á ferlinum verður því að bíða eitthvað en með því kemst hann upp fyrir Margaret Court.

Sinner er 22 ára gamall Ítali sem hafði fyrir þetta mót lengst komist í undanúrslit á risamóti en það var á Wimbledon mótinu í fyrra.

Sinner mætir annað hvort Daniil Medvedev eða Alexander Zverev í úrslitaleiknum en þeir mætast í seinni undanúrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×