Sport

Meistararnir á­fram á toppnum eftir sigur gegn Sögu

Snorri Már Vagnsson skrifar
StebbiCoco og ADHD mættu til leiks í fyrstu viðureign kvöldsins.
StebbiCoco og ADHD mættu til leiks í fyrstu viðureign kvöldsins.

Dusty hafði betur gegn Sögu í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. Leikurinn fór fram á Anubis og hófu Dusty-menn leikinn í vörn.

Dusty sigruðu fyrstu fjórar lotur leiksins en Saga fundu svo sinn fyrsta sigur, staðan þá 4-1. Leikurinn fór þó að halla gegn þeim að nýju þegar Dusty tóku aðrar fjórar lotur í röð og komu sér í stöðuna 8-1 áður en þeir náðu aftur að sigra lotu. Saga sigraði eina lotu það sem eftir lifði hálfleiks og höfðu því stórt verkefni í þeim seinni.

Staðan í hálfleik: Dusty 9-3 Saga

Saga hófu seinni hálfleik af krafti og sigruðu tvær lotur en Dusty kom sér í 10-5 í kjölfarið. Saga náðu að sigra fimm lotur í seinni hálfleik en náðu þó ekki að halda í við Dusty-menn sem fundu þægilegan sigur á Anubis.

Lokatölur: Dusty 13-8 Saga

Dusty sjá til þess að þeir haldi sér á toppnum áfram og eru nú komnir með 20 stig en Þór geta jafnað þá, sigri þeir Atlantic seinna í kvöld.

Saga eru enn í fjórða sæti með 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×