Sport

Aukin út­breiðsla pílunnar: Asíu­þjóðir taka þátt á næsta heims­meistara­móti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Pílukast er íþrótt í hraðri útbreiðslu
Pílukast er íþrótt í hraðri útbreiðslu Alex Davidson/Getty Images

Asía verður nýjasta heimsálfan til að setja á fót undankeppni og tilnefna þátttakendur fyrir heimsmeistaramót þjóða í pílukasti. 

Útbreiðsla íþróttarinnar og auknar vinsældir hennar á alþjóðavísu hafa náð til Asíu. Átta þjóðum verður tryggt sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Frankfurt 27.–30. júní 2024. 

Filippseyjar, Kína, Japan, Hong Kong og Barein eiga þegar tryggt sæti. Þar að auki munu þrjár þjóðir keppa um þátttökurétt í mótinu með undankeppni sem fer fram þann 19. maí. 

Keppt verður í tvímenningskeppni, ólíkt heimsmeistaramótinu sem fór fram á dögunum í Alexandria Palace (Ally Pally), þar sem Luke Humphries hreppti hnossið. 

Keppendur leika fyrir hönd sinnar þjóðar á mótinu og engin einstaklingsverðlaun eru gefin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×