Katrín segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Rafn Ágúst Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. janúar 2024 17:13 Katrín Jakobsdóttir segir mál Svandísar og Bjarna ekki sambærileg og að álit Umboðsmanns sé ekki tilefni til róttækra aðgerða. Vísir/Ívar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða. Hún segir að álitið kalli ekki á önnur viðbrögð en að þetta tiltekna lagaumhverfi verði rýnt en gefur ekki mikið fyrir samanburð þessa máls og afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Hún segir að ráðherrar bregðist við álitum Umboðsmanns hver á sinn hátt og að hún hafi bæði skilið og virt ákvörðun Bjarna en að málin séu ekki sambærileg. Aðspurð um mögulega bótakröfu Hvals hf. í kjölfar álitsins segir hún að þau mál verði leyst fyrir dómsstólum og að umboðsmaður vísi til þess í áliti sínu. Hefur haft áhrif á samstarfið Katrín segir jafnframt að hún hafi skilning á því að félagar hennar í ríkisstjórninni hafi verið óánægðir með ákvörðun Svandísar. „Ég hef bæði rætt við Bjarna og Sigurð Inga eftir að þetta álit kom fram. Mér er auðvitað fullkunnugt um að sú ákvörðun sem tekin var í sumar vakti óánægju hjá mínu samstarfsfólki í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og auðvitað hefur þetta mál að því leyti haft áhrif á samstarfið,“ segir hún. „En ég lít líka svo á að það sé mjög einarður vilji til þess að takast á við þau stóru verkefni sem ríkisstjórnin ætlaði sér að takast á við,“ bætir Katrín við. Ástandinu sé lokið Varðandi álitið sjálft segir Katrín það liggja fyrir að Svandís hafði haft sjónarmið dýravelferðar að leiðarljósi og að hún hafi talið sig hafa heimild til þess að setja reglugerðina til að bregðast við ábendingum fagráðs um dýravernd. „Það er auðvitað mikilvægt að taka þá niðurstöðu alvarlega, skoða hana vel og rýna í og draga af henni lærdóm. Það liggur alveg fyrir að svona málum þurfi auðvitað að vinna úr þegar þau liggja fyrir,“ segir Katrín. Þó tekur hún fram að reglugerðin hafi auðvitað verið tímabundin og að það sé algjörlega skýrt að ástandinu sé nú lokið. „Það þarf að vinna betur úr þessu og skoða betur þetta lagaumhverfi og hvernig þetta fer allt saman saman,“ segir Katrín. Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Hún segir að álitið kalli ekki á önnur viðbrögð en að þetta tiltekna lagaumhverfi verði rýnt en gefur ekki mikið fyrir samanburð þessa máls og afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Hún segir að ráðherrar bregðist við álitum Umboðsmanns hver á sinn hátt og að hún hafi bæði skilið og virt ákvörðun Bjarna en að málin séu ekki sambærileg. Aðspurð um mögulega bótakröfu Hvals hf. í kjölfar álitsins segir hún að þau mál verði leyst fyrir dómsstólum og að umboðsmaður vísi til þess í áliti sínu. Hefur haft áhrif á samstarfið Katrín segir jafnframt að hún hafi skilning á því að félagar hennar í ríkisstjórninni hafi verið óánægðir með ákvörðun Svandísar. „Ég hef bæði rætt við Bjarna og Sigurð Inga eftir að þetta álit kom fram. Mér er auðvitað fullkunnugt um að sú ákvörðun sem tekin var í sumar vakti óánægju hjá mínu samstarfsfólki í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og auðvitað hefur þetta mál að því leyti haft áhrif á samstarfið,“ segir hún. „En ég lít líka svo á að það sé mjög einarður vilji til þess að takast á við þau stóru verkefni sem ríkisstjórnin ætlaði sér að takast á við,“ bætir Katrín við. Ástandinu sé lokið Varðandi álitið sjálft segir Katrín það liggja fyrir að Svandís hafði haft sjónarmið dýravelferðar að leiðarljósi og að hún hafi talið sig hafa heimild til þess að setja reglugerðina til að bregðast við ábendingum fagráðs um dýravernd. „Það er auðvitað mikilvægt að taka þá niðurstöðu alvarlega, skoða hana vel og rýna í og draga af henni lærdóm. Það liggur alveg fyrir að svona málum þurfi auðvitað að vinna úr þegar þau liggja fyrir,“ segir Katrín. Þó tekur hún fram að reglugerðin hafi auðvitað verið tímabundin og að það sé algjörlega skýrt að ástandinu sé nú lokið. „Það þarf að vinna betur úr þessu og skoða betur þetta lagaumhverfi og hvernig þetta fer allt saman saman,“ segir Katrín.
Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira