Sport

Sig­rún Huld tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sundkonan Sigrún Huld Hrafnsdóttir er sú 25. í röðinni til að vera tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ.
Sundkonan Sigrún Huld Hrafnsdóttir er sú 25. í röðinni til að vera tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ.

Sundkonan Sigrún Huld Hrafnsdóttir er 25. íþróttamaðurinn sem tekinn er inn í heiðurshöll ÍSÍ.

Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Lárus Blöndal, kynnti um valið á kjöri íþróttamanns ársins nú rétt í þessu.

Sigrún er ein sigursælasta íþróttakona Íslands frá upphafi. Hún er fædd árið 1970 og hóf að æfa sund með íþróttafélaginu Ösp í Reykjavík árið 1982.

Hæfileikar Sigrúnar komu snemma í ljós og hún var fyrst Íslendinga til að vinna til verðlauna á stórmóti í flokki þroskahamlaðra.

Hún var sunddrottning HM árið 1989 sem haldið var í Svíþjóð þar sem hún vann til fimm gullverðlauna. Á Ólympíumótinu í Madríd sem haldið var árið 1992 vann hún til níu gullverðlauna og tvennra silfurverðlauna.

Sigrún var val­in íþróttamaður árs­ins hjá Íþrótta­sam­bandi fatlaðra árin 1989, 1991 og 1994 og þá var hún út­nefnd besti íþróttamaður þroska­heftra í heim­in­um árið 1992.

Sigrún var val­in íþróttamaður Reykja­vík­ur árið 1992 og árið 2015 var hún sæmd ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir af­rek og fram­göngu á vett­vangi íþrótta fatlaðra.

Hún hætti keppni eft­ir Ólymp­íu­mót fatlaðra í Atlanta í Banda­ríkj­un­um árið 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×