Sport

Tauga­titringur á gölnum enda­spretti í pílunni

Valur Páll Eiríksson skrifar
Humphries slefaði inn í átta manna úrslit.
Humphries slefaði inn í átta manna úrslit. Getty

Luke Humphries varð í gær síðastur pílukastara inn í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu eftir sigur á Joe Cullen í bráðabana. Á tímabili var hreinlega útlit fyrir að hvorugur þeirra vildi vinna leikinn.

Taugarnar voru sannarlega þandar á endasprettinum í viðureign þeirra félaga í Alexandra Palace í gærkvöld. Það var að endingu Luke Humphries sem hafði betur eftir hvert klúðrið á fætur öðru hjá þeim báðum.

Humphries mætir Dave Chisnall í átta manna úrslitum á nýársdag.

Sjón er sögu ríkari en endasprettinn hjá þeim Humphries og Cullen má sjá að ofan.

8-liða úrslitin byrja klukkan 12:30 á nýársdag með viðureignum Chris Dobey og Rob Cross annars vegar og Luke Littler gegn Brendan Dolan hins vegar.

Um kvöldið, klukkan 19:00, mætir Michael van Gerwen svo Scott Williams áður en Humphries og Chisnall eigast við.

Allt saman er þetta í beinni á Vodafone Sport.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×