Kynþáttur hafi verið handtökunni óviðkomandi Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. desember 2023 11:56 Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri, segist ekki kannast við lýsingar málsins. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist í engu kannast við þá atvikalýsingu sem komið hefur fram vegna handtöku karlmanns sem handtekinn á aðfangadagskvöld. Stöðvarstjóri segir ekkert óeðlilegt við handtöku mannsins og að kynþáttur hans sé málinu óviðkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Fréttastofa ræddi við Þórunni Helgadóttur, móður hins 28 ára gamla manns, Brian, í gærkvöldi. Þórunn sagði son sinn hafa verið handtekinn fyrir að hafa ekki verið með persónuskilríki meðferðis og sagði svarta syni sína oft hafa lent í aðför lögreglu. Hafi brugðist við manni sofandi í bíl „Vegna frétta fjölmiðla í gærkvöld og í morgun um handtöku manns á aðfangadag vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að hún kannast í engu við þá atvikalýsingu sem þar er haldið fram.“ Lögreglan segir að hún geti hinsvegar upplýst að karlmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn í Hlíðunum í Reykjavík eftir hádegi á aðfangadag í kjölfar tilkynningar um mann sem sagður var sofandi í bíl og hafði bíllinn víst verið í gangi í töluverðan tíma. Hafi reynst margsaga „Lögreglan brást við tilkynningunni, hélt á vettvang og fann bílinn og reyndist maður vera sofandi í bílnum. Hann var vakinn og því næst spurður um persónuupplýsingar eins og venja er, en neitaði að gefa þær upp þrátt yfir margítrekaðar beiðnir lögreglu. Fór svo að maðurinn var færður á lögreglustöð, en hann var áfram tregur til að veita persónuupplýsingar og var jafnframt margsaga.“ Þá segir lögregla að reynt hafi verið að komast að heimilisfangi mannsins. Hann hafi heldur ekki verið hjálplegur í þeim efnum. Að lokum hafi lögreglu tekist að koma manninum til síns heima og sannreyna hver hann væri. „Lögreglan leggur sig ávallt fram um að eiga góð samskipti við alla borgara og það átti líka við hér. Samskipti við manninn sem um er rætt voru tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna og styðja það sem hér hefur verið nefnt.“ Kynþáttur málinu óviðkomandi Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist í samtali við fréttastofu ekki kannast við þær lýsingar sem Þórunn Helgadóttir, stjúpmóðir mannsins, setur fram í viðtali við fréttastofu í gærkvöldi. Ásmundur svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort kynþáttur hafi haft eitthvað með það að gera hvernig á málum var haldið. Hann sagði að kynþáttur manna hafi engin áhrif á vinnubrögð lögreglu. Þá sagði Ásmundur, aðspurður, að hvorki stæði til að yfirfara verklag né gaumgæfa málið nánar því öll samskipti við manninn séu til á upptöku og að ekkert óeðlilegt hafi verið við vinnubrögðin. Hann benti á að ef fólk er ósátt við vinnubrögð lögreglu þá geti það snúið sér til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Skoðar málið með lögfræðingum Þórunn, stjúpmóðir Brians, segir í samtali við fréttastofu að Brian hafi í stundarkorn lagt sig í bíl vinar síns fyrr um daginn því hann hafi verið þreyttur eftir mikla vinnu. Hún segir aftur á móti að það sé ekki rétt að Brian hafi verið ósamvinnuþýður því hann hafi farið upp í lögreglubílinn sjálfviljugur, með það í huga að sækja skilríkin sín heim til sín. Þórunn segir að hún skoði málið með lögfræðingum. Lögreglumál Lögreglan Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Fréttastofa ræddi við Þórunni Helgadóttur, móður hins 28 ára gamla manns, Brian, í gærkvöldi. Þórunn sagði son sinn hafa verið handtekinn fyrir að hafa ekki verið með persónuskilríki meðferðis og sagði svarta syni sína oft hafa lent í aðför lögreglu. Hafi brugðist við manni sofandi í bíl „Vegna frétta fjölmiðla í gærkvöld og í morgun um handtöku manns á aðfangadag vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að hún kannast í engu við þá atvikalýsingu sem þar er haldið fram.“ Lögreglan segir að hún geti hinsvegar upplýst að karlmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn í Hlíðunum í Reykjavík eftir hádegi á aðfangadag í kjölfar tilkynningar um mann sem sagður var sofandi í bíl og hafði bíllinn víst verið í gangi í töluverðan tíma. Hafi reynst margsaga „Lögreglan brást við tilkynningunni, hélt á vettvang og fann bílinn og reyndist maður vera sofandi í bílnum. Hann var vakinn og því næst spurður um persónuupplýsingar eins og venja er, en neitaði að gefa þær upp þrátt yfir margítrekaðar beiðnir lögreglu. Fór svo að maðurinn var færður á lögreglustöð, en hann var áfram tregur til að veita persónuupplýsingar og var jafnframt margsaga.“ Þá segir lögregla að reynt hafi verið að komast að heimilisfangi mannsins. Hann hafi heldur ekki verið hjálplegur í þeim efnum. Að lokum hafi lögreglu tekist að koma manninum til síns heima og sannreyna hver hann væri. „Lögreglan leggur sig ávallt fram um að eiga góð samskipti við alla borgara og það átti líka við hér. Samskipti við manninn sem um er rætt voru tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna og styðja það sem hér hefur verið nefnt.“ Kynþáttur málinu óviðkomandi Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist í samtali við fréttastofu ekki kannast við þær lýsingar sem Þórunn Helgadóttir, stjúpmóðir mannsins, setur fram í viðtali við fréttastofu í gærkvöldi. Ásmundur svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort kynþáttur hafi haft eitthvað með það að gera hvernig á málum var haldið. Hann sagði að kynþáttur manna hafi engin áhrif á vinnubrögð lögreglu. Þá sagði Ásmundur, aðspurður, að hvorki stæði til að yfirfara verklag né gaumgæfa málið nánar því öll samskipti við manninn séu til á upptöku og að ekkert óeðlilegt hafi verið við vinnubrögðin. Hann benti á að ef fólk er ósátt við vinnubrögð lögreglu þá geti það snúið sér til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Skoðar málið með lögfræðingum Þórunn, stjúpmóðir Brians, segir í samtali við fréttastofu að Brian hafi í stundarkorn lagt sig í bíl vinar síns fyrr um daginn því hann hafi verið þreyttur eftir mikla vinnu. Hún segir aftur á móti að það sé ekki rétt að Brian hafi verið ósamvinnuþýður því hann hafi farið upp í lögreglubílinn sjálfviljugur, með það í huga að sækja skilríkin sín heim til sín. Þórunn segir að hún skoði málið með lögfræðingum.
Lögreglumál Lögreglan Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda