Sport

Pikachu og Clayton komu sér á­fram

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jonny Clayton er kominn í 32-manna úrslit.
Jonny Clayton er kominn í 32-manna úrslit. Vísir/Getty

Síðasta kvöldið af 64-manna úrslitum í heimsmeistaramótinu í pílukasti fór fram í kvöld með átta viðureignum.

Þjóðverjinn Ricardo Pietreczko vann 3-2 sigur gegn Callan Rydz í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í oddasetti.

Þá vann Jonny Clayton sterkan 3-1 sigur gegn Steve Lennon og kom sér í 32-manna úrslit.

Einnig urðu óvænt úrslit í kvöld þegar Berry van Peer vann 3-1 sigur gegn Josh Rock sem situr í 23. sæti heimslistans.

Óvæntustu úrslit kvöldsins voru hins vegar í síðustu viðureign dagsins þegar Nathan Aspinall mætti Ricky Evans. Aspinall situr í sjötta sæti en Evans í 52. sæti og Evans kláraði öruggan 3-0 sigur.

Heimsmeistaramótið í pílukasti fer nú í jólafrí, en snýr aftur á miðvikudaginn 27. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×