Mátti svipta bræðurna að Brimnesi öllum nautgripum Árni Sæberg skrifar 21. desember 2023 13:11 Þessi mynd er frá árinu 2017, þegar bræðurnir voru einnig sviptir nautgripum. Vísir/Sveinn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af öllum kröfum tveggja bænda, sem Matvælastofnun svipti vörslum allra 137 nautgripa þeirra árin 2021 og 2022. Þetta segir í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp í gær. Þar segir að þeir Arnar og Kjartan Gústafssynir, sem hafa um áratugaskeið, haldið bú að Brimnesi í Dalvíkurbyggð, hafi höfðað mál á hendur ríkinu til viðurkenningar skaðabótaskylda þess vegna fjárhagstjóns þeirra af ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu allra nautgripa stefnenda á búi þeirra 9. september 2021 og 28. janúar 2022 og af framkvæmd vörslusviptingarinnar og vegna missis þess hagnaðar sem þeir hefðu notið ef ekki hefði komið til þeirrar vörslusviptingar. Þá hafi þeir einnig krafist miskabóta úr hendi ríkissins vegna aðgerða Matvælastofnunar. Ekki í fyrsta sinn sem bræðurnir eru sviptir búfénaði Matvælastofnun hefur áður haft afskipti af bræðrunum í Brimnesi vegna aðbúnað dýra á bænum. Árið 2017 lagði MAST til að mynda hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Bræðurnir sögðu þá að þeir væru ósáttir við aðferðir MAST og að stofnunin hafi gengið of langt. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ sagði Arnar Gústafsson á sínum tíma. Lengi verið undir smásjá Í tilkynningu á vef MAST segir að málið nú hafi átt sér langan aðdraganda og stofnunin hefði árum saman sett út á meðferð gripanna, aðbúnað þeirra, byggingar og búnað og ekki síst skort á eigin eftirliti bændanna og stöðugt krafist úrbóta. Búið að Brimnesi.Vísir/Sveinn Stofnunin hefði loks komist að þeirri niðurstöðu að verulega skorti á getu, hæfni og ábyrgð bændanna til að tryggja velferð dýranna. Bændurnir hafi kært hina fyrirhuguðu vörslusviptingu til matvælaráðuneytis sem hafi staðfest hana nokkrum dögum áður áður en hún var framkvæmd. Tókst ekki að sanna tjón sitt Þá segir að öllum kröfum bændanna hafi verið hafnað og í dóminum segi að þeim hafi ekki tekist að færa sönnur fyrir fullyrðingum sínum um ólögmæta og saknæma háttsemi starfsmanna Matvælastofnunar sem hafi valdið þeim tjóni og bakað þar með íslenska ríkinu skaðabótaskyldu. Hafi bændurnir orðið fyrir slíku tjóni verði að telja orsök þess vera þá að þeir sinntu ekki lögmætum úrbótakröfum sem leiddi til þess að þeir voru sviptir vörslum dýranna. Á slíku tjóni geti ekki aðrir en þeir sjálfir borið ábyrgð. Ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu á 137 nautgripum og framkvæmd hennar hafi verið í fullu samræmi við lög um velferð dýra, stjórnsýslulög og óskráðar reglur stjórnsýsluréttar. Dalvíkurbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Dómsmál Tengdar fréttir Lambalát greinst á Brimnesi í Dalvíkurbyggð Matvælastofnun segir að ekki hafi enn tekist að tegundagreina bakteríuna, en unnið er áfram að því. 10. apríl 2015 16:19 Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Þetta segir í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp í gær. Þar segir að þeir Arnar og Kjartan Gústafssynir, sem hafa um áratugaskeið, haldið bú að Brimnesi í Dalvíkurbyggð, hafi höfðað mál á hendur ríkinu til viðurkenningar skaðabótaskylda þess vegna fjárhagstjóns þeirra af ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu allra nautgripa stefnenda á búi þeirra 9. september 2021 og 28. janúar 2022 og af framkvæmd vörslusviptingarinnar og vegna missis þess hagnaðar sem þeir hefðu notið ef ekki hefði komið til þeirrar vörslusviptingar. Þá hafi þeir einnig krafist miskabóta úr hendi ríkissins vegna aðgerða Matvælastofnunar. Ekki í fyrsta sinn sem bræðurnir eru sviptir búfénaði Matvælastofnun hefur áður haft afskipti af bræðrunum í Brimnesi vegna aðbúnað dýra á bænum. Árið 2017 lagði MAST til að mynda hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Bræðurnir sögðu þá að þeir væru ósáttir við aðferðir MAST og að stofnunin hafi gengið of langt. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ sagði Arnar Gústafsson á sínum tíma. Lengi verið undir smásjá Í tilkynningu á vef MAST segir að málið nú hafi átt sér langan aðdraganda og stofnunin hefði árum saman sett út á meðferð gripanna, aðbúnað þeirra, byggingar og búnað og ekki síst skort á eigin eftirliti bændanna og stöðugt krafist úrbóta. Búið að Brimnesi.Vísir/Sveinn Stofnunin hefði loks komist að þeirri niðurstöðu að verulega skorti á getu, hæfni og ábyrgð bændanna til að tryggja velferð dýranna. Bændurnir hafi kært hina fyrirhuguðu vörslusviptingu til matvælaráðuneytis sem hafi staðfest hana nokkrum dögum áður áður en hún var framkvæmd. Tókst ekki að sanna tjón sitt Þá segir að öllum kröfum bændanna hafi verið hafnað og í dóminum segi að þeim hafi ekki tekist að færa sönnur fyrir fullyrðingum sínum um ólögmæta og saknæma háttsemi starfsmanna Matvælastofnunar sem hafi valdið þeim tjóni og bakað þar með íslenska ríkinu skaðabótaskyldu. Hafi bændurnir orðið fyrir slíku tjóni verði að telja orsök þess vera þá að þeir sinntu ekki lögmætum úrbótakröfum sem leiddi til þess að þeir voru sviptir vörslum dýranna. Á slíku tjóni geti ekki aðrir en þeir sjálfir borið ábyrgð. Ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu á 137 nautgripum og framkvæmd hennar hafi verið í fullu samræmi við lög um velferð dýra, stjórnsýslulög og óskráðar reglur stjórnsýsluréttar.
Dalvíkurbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Dómsmál Tengdar fréttir Lambalát greinst á Brimnesi í Dalvíkurbyggð Matvælastofnun segir að ekki hafi enn tekist að tegundagreina bakteríuna, en unnið er áfram að því. 10. apríl 2015 16:19 Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Lambalát greinst á Brimnesi í Dalvíkurbyggð Matvælastofnun segir að ekki hafi enn tekist að tegundagreina bakteríuna, en unnið er áfram að því. 10. apríl 2015 16:19
Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30