Kjarnorkukrakkinn fagnaði draumafrumrauninni með kebab Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2023 15:30 Senuþjófur gærdagsins á HM í pílukasti, Luke Littler, með sigurkebabinn. Ungstirnið Luke Littler fagnaði sínum fyrsta sigri á heimsmeistaramótinu í pílukasti á hóflegan hátt. Hinn sextán ára Littler átti frábæra frumraun á HM í gær. Hann vann þá Hollendinginn Christian Kist örugglega, 3-0. Littler er enn sem komið er með langhæsta meðaltalið á HM, eða 106,12. Hann fékk sjö sinnum fullt hús (180) og hitti helming allra sinna útskota. Littler fær ekki langa hvíld því hann mætir Andrew Gilding í 2. umferð í kvöld. Hann leyfði sér þó aðeins að fagna eftir sigurinn á Kist. Kjarnorkukrakkinn hélt upp á draumafrumraunina í Ally Pally með því að fá sér kebab og kók. Mynd af honum graðka í sig kebabinn fór á flug á samfélagsmiðlum. 16-year-old Luke Littler produced one of the best World Darts debuts ever after beating Christian Kist 3-0 and celebrated in style with a kebab pic.twitter.com/q7u7FwyZ0G— SPORTbible (@sportbible) December 21, 2023 Littler fær væntanlega meiri samkeppni frá Gilding en hann fékk frá Kist í gær en ljóst er að Kjarnorkukrakkinn er til alls líklegur á stærsta sviðinu. Þótt Littler líti kannski ekki út fyrir að vera sextán ára er hann fæddur 21. janúar 2007. Andstæðingur hans í kvöld, Gilding, er öllu eldri, eða 53 ára. Hann varð elsti maðurinn til að vinna stórmót þegar hann hrósaði sigri á Opna breska meistaramótinu fyrr á þessu ári. Gilding er í 20. sæti heimslistans í pílukasti en Littler í því 164. Samt er Littler núna sjöundi líklegastur til að vinna HM samkvæmt veðbönkum. Bein útsending frá seinni hluta dagsins á HM í pílukasti hefst klukkan 19:00 á Vodafone Sport. Pílukast Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Sjá meira
Hinn sextán ára Littler átti frábæra frumraun á HM í gær. Hann vann þá Hollendinginn Christian Kist örugglega, 3-0. Littler er enn sem komið er með langhæsta meðaltalið á HM, eða 106,12. Hann fékk sjö sinnum fullt hús (180) og hitti helming allra sinna útskota. Littler fær ekki langa hvíld því hann mætir Andrew Gilding í 2. umferð í kvöld. Hann leyfði sér þó aðeins að fagna eftir sigurinn á Kist. Kjarnorkukrakkinn hélt upp á draumafrumraunina í Ally Pally með því að fá sér kebab og kók. Mynd af honum graðka í sig kebabinn fór á flug á samfélagsmiðlum. 16-year-old Luke Littler produced one of the best World Darts debuts ever after beating Christian Kist 3-0 and celebrated in style with a kebab pic.twitter.com/q7u7FwyZ0G— SPORTbible (@sportbible) December 21, 2023 Littler fær væntanlega meiri samkeppni frá Gilding en hann fékk frá Kist í gær en ljóst er að Kjarnorkukrakkinn er til alls líklegur á stærsta sviðinu. Þótt Littler líti kannski ekki út fyrir að vera sextán ára er hann fæddur 21. janúar 2007. Andstæðingur hans í kvöld, Gilding, er öllu eldri, eða 53 ára. Hann varð elsti maðurinn til að vinna stórmót þegar hann hrósaði sigri á Opna breska meistaramótinu fyrr á þessu ári. Gilding er í 20. sæti heimslistans í pílukasti en Littler í því 164. Samt er Littler núna sjöundi líklegastur til að vinna HM samkvæmt veðbönkum. Bein útsending frá seinni hluta dagsins á HM í pílukasti hefst klukkan 19:00 á Vodafone Sport.
Pílukast Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Sjá meira