„Það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 11. desember 2023 21:37 Sorpa hefur fengið öryggisverði til að standa vaktina á endurvinnslustöðinni á Granda vegna óprútinna aðila sem sækja í sjónvörp og dósir. Stöð 2 Færst hefur í aukana að fólk geri sér ferð á eina af endurvinnslustöðvum Sorpu til að stela úr gámum. Samskiptastjóri Sorpu segir slíkar uppákomur nokkrum sinnum hafa endað með átökum og dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til. Endurvinnslustöðin sem um ræðir er í Ánanaustum úti á Granda í Reykjavík og er nokkuð síðan starfsfólk þar varð vart við að fólk væri að taka hluti úr gámum. „Þetta hefur verið að þróast kannski í einhverjar vikur, einhverja mánuði. Á þessu stigi erum við búin að sjá að þetta eru ekki einangruð atvik og það hefur verið dálítill stígandi í þessu og við sjáum að þetta kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, um þjófnað úr gámum. Lögreglan sein á vettvang Um helgina voru öryggisverðir látnir standa vaktina og þurftu þeir að vísa einum manni af svæðinu vegna þessa. „Það hefur slegið í brýnu milli okkar starfsfólks þegar það er að benda á þetta og þessara viðskiptavina,“ sagði Gunnar um átök tengd uppákomum. Hafið þið þurft að kalla til lögreglu út af þessu? „Við höfum gert það já. En því miður hefur viðbragðstími lögreglu ekki verið það fljótur að það hjálpi þannig við þurfum að grípa til þessa ráðs,“ sagði Gunnar um ástæðuna fyrir veru öryggisvarða á svæðinu. Raftæki og sjónvörp tekin ófrjálsri hendi Nokkur hefur verið um það að fólk fari ofan í endurvinnsludóm Grænna skáta til að taka þaðan dósir en það er ekki það eina sem fólk hefur verið að hnupla. „Fyrst og fremst höfum verið að lenda í því að fólk er að taka flöskur og dósir. Það er ásókn í það en svo líka sjónvörp og önnur raftæki sem fólk tekur ófrjálsri hendi og það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur,“ sagði Gunnar. Það kemur ekki til greina að leyfa fólki að taka sjónvörpin fyrst það er verið að gefa þau? „Nei, það er ekki í boði. Þau eru tekin og seld í Góða hriðinum þar sem er búið að fara yfir þau og kanna hvort þau séu í lagi. Þannig það er réttur farvegur fyrir þessa vöru,“ sagði Gunnar að lokum. Sorpa Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sjá meira
Endurvinnslustöðin sem um ræðir er í Ánanaustum úti á Granda í Reykjavík og er nokkuð síðan starfsfólk þar varð vart við að fólk væri að taka hluti úr gámum. „Þetta hefur verið að þróast kannski í einhverjar vikur, einhverja mánuði. Á þessu stigi erum við búin að sjá að þetta eru ekki einangruð atvik og það hefur verið dálítill stígandi í þessu og við sjáum að þetta kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, um þjófnað úr gámum. Lögreglan sein á vettvang Um helgina voru öryggisverðir látnir standa vaktina og þurftu þeir að vísa einum manni af svæðinu vegna þessa. „Það hefur slegið í brýnu milli okkar starfsfólks þegar það er að benda á þetta og þessara viðskiptavina,“ sagði Gunnar um átök tengd uppákomum. Hafið þið þurft að kalla til lögreglu út af þessu? „Við höfum gert það já. En því miður hefur viðbragðstími lögreglu ekki verið það fljótur að það hjálpi þannig við þurfum að grípa til þessa ráðs,“ sagði Gunnar um ástæðuna fyrir veru öryggisvarða á svæðinu. Raftæki og sjónvörp tekin ófrjálsri hendi Nokkur hefur verið um það að fólk fari ofan í endurvinnsludóm Grænna skáta til að taka þaðan dósir en það er ekki það eina sem fólk hefur verið að hnupla. „Fyrst og fremst höfum verið að lenda í því að fólk er að taka flöskur og dósir. Það er ásókn í það en svo líka sjónvörp og önnur raftæki sem fólk tekur ófrjálsri hendi og það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur,“ sagði Gunnar. Það kemur ekki til greina að leyfa fólki að taka sjónvörpin fyrst það er verið að gefa þau? „Nei, það er ekki í boði. Þau eru tekin og seld í Góða hriðinum þar sem er búið að fara yfir þau og kanna hvort þau séu í lagi. Þannig það er réttur farvegur fyrir þessa vöru,“ sagði Gunnar að lokum.
Sorpa Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent