Eldgos nú líklegast milli Hagafells og Sýlingarfells Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2023 19:19 Vinna við varnargarða við Svartsengi vegna jarðhræringa hefur staðið yfir undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands segir að reikna megi með því að kvikan í kvikuganginum undir Grindavík sé að hluta til storknuð. Dregið hafi úr líkum á að kvika nái að brjóta sér leið út innan bæjarmarka og er líklegasta svæðið fyrir upptök eldgoss milli Hagafells og Sýlingarfells. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Eins og fram hefur komið hafa almannavarnir ákveðið að færa almannavarnastig í Grindavík af neyðarstigi niður á hættustig frá og með klukkan 11:00 á morgun. Ástæðan er ný gögn Veðurstofunnar. Í þeim gögnum kemur meðal annars fram að litlar hreyfingar mælist innan sigdalsins í og við Grindavík. Sterkar vísbendingar séu um tengsl milli kvikusöfnunar í Svartsengi og myndun kvikugangsins. Þá segir Veðurstofa að aflögun og innflæði tengd kvikuganginum haldi áfram að minnka. Landris við Svartsengi haldi áfram á svipuðum hraða. Líkanreikningar bendi til þess að innflæði í kvikuganginum sé mest við Sundhnjúksgíga, um fjórum kílómetrum norðaustan við Grindavík. Það að kvikan undir Grindavík sé að hluta til storknuð dragi úr líkum á að sú kvika nái skyndilega að brjóta sér leið til yfirborðsins innan bæjarins. Þó er tekið fram að áfram séu taldar líkur á eldgosi yfir kvikuganginum og er líklegasta svæðið fyrir eldgos á milli Hagafells og Sýlingarfells. Gæti flætt inn í kvikugang undir Grindavík Veðurstofa segir mikilvægt að taka fram að sterkar vísbendingar séu um tengsl milli kvikusöfnunar í Svartsengi og myndun kvikugangsins 10. nóvember. Líkön bendi til þess að kvikan í innskotinu sem myndaði sylluna undir Svartsengi hafi hlaupið í austur að Sundhnúksgígum og í kjölfarið myndað kvikuganginn með þeim miklu umbrotum sem þá urðu. Á meðan að landris í Svartsengi heldur áfram megi búast við að kvikan sem safnist þar geti hlaupið aftur. Við það gæti hún flætt inn í kvikuganginn sem nú liggur undir Grindavík. Einnig megi reikna með að nýr kvikugangur geti myndast til dæmis vestur af landrisinu við Svartsengi. Fyrirboðar um slíka atburðarás væri hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Eins og fram hefur komið hafa almannavarnir ákveðið að færa almannavarnastig í Grindavík af neyðarstigi niður á hættustig frá og með klukkan 11:00 á morgun. Ástæðan er ný gögn Veðurstofunnar. Í þeim gögnum kemur meðal annars fram að litlar hreyfingar mælist innan sigdalsins í og við Grindavík. Sterkar vísbendingar séu um tengsl milli kvikusöfnunar í Svartsengi og myndun kvikugangsins. Þá segir Veðurstofa að aflögun og innflæði tengd kvikuganginum haldi áfram að minnka. Landris við Svartsengi haldi áfram á svipuðum hraða. Líkanreikningar bendi til þess að innflæði í kvikuganginum sé mest við Sundhnjúksgíga, um fjórum kílómetrum norðaustan við Grindavík. Það að kvikan undir Grindavík sé að hluta til storknuð dragi úr líkum á að sú kvika nái skyndilega að brjóta sér leið til yfirborðsins innan bæjarins. Þó er tekið fram að áfram séu taldar líkur á eldgosi yfir kvikuganginum og er líklegasta svæðið fyrir eldgos á milli Hagafells og Sýlingarfells. Gæti flætt inn í kvikugang undir Grindavík Veðurstofa segir mikilvægt að taka fram að sterkar vísbendingar séu um tengsl milli kvikusöfnunar í Svartsengi og myndun kvikugangsins 10. nóvember. Líkön bendi til þess að kvikan í innskotinu sem myndaði sylluna undir Svartsengi hafi hlaupið í austur að Sundhnúksgígum og í kjölfarið myndað kvikuganginn með þeim miklu umbrotum sem þá urðu. Á meðan að landris í Svartsengi heldur áfram megi búast við að kvikan sem safnist þar geti hlaupið aftur. Við það gæti hún flætt inn í kvikuganginn sem nú liggur undir Grindavík. Einnig megi reikna með að nýr kvikugangur geti myndast til dæmis vestur af landrisinu við Svartsengi. Fyrirboðar um slíka atburðarás væri hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira