Sport

Loka­sóknin: Al­vöru grip CeeDee Lamb og tásu­s­vægi í hæsta klassa

Smári Jökull Jónsson skrifar
Í Lokasókninni er farið yfir það helsta sem gerist í NFL-deildinni.
Í Lokasókninni er farið yfir það helsta sem gerist í NFL-deildinni. Vísir

Að venju var farið yfir tilþrif vikunnar í Lokasókninni sem var á dagskrá á Stöð 2 Sport í gær. Þá var einnig sýnt frá rosalegri tæklingu leikmanns Houston Texans.

NFL-deildin rúllar á fullu þessar vikurnar og þeir Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson fóru yfir málin og skoðuðu tilþrif vikunnar þar sem útherji Dallas, Cowboys CeeDee Lamb, var í sviðsljósinu.

„Hann hefur ekkert fyrir þessu. Hann er fyrstur í sögunni með yfir tíu bolta gripna og 100 jarda,“ sagði Henry Birgir og Andri benti á að duglega væri haldið í Lamb á meðan hann greip boltann en það skipti engu máli.

Þá fóru þeir félagar líka yfir svakalega tæklingu Dare Ogunbowale, leikmanns Houston Textans, í dagskrárliðnum „Góð tilraun, gamli“. Ogunbowale var mættur í sérliðið hjá Texans eftir að hafa verið að sparka fyrir það fyrir ekki svo löngu síðan.

Ogunbowale var ekki lengi að hlaupa niður leikmann Cincinnati Bengals sem hafði tekið við boltanum við eigið endamark.

Öll tilþrifin og tæklingu Ogunbowale má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Lokasóknin - Tilþrifin og Góð tilraun



Fleiri fréttir

Sjá meira


×