Lífið

Idol-stjarnan Guð­jón Smári ást­fanginn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Guðjón Smári komst í fimm manna úrslit í Idol keppninni í vetur.
Guðjón Smári komst í fimm manna úrslit í Idol keppninni í vetur. Hulda Margrét

Guðjón Smári Smárason, Idol-stjarna og útvarpsmaður, hefur fundið ástina í faðmi Guðfinnu Margrétar Örnólfsdóttur, sálfræðinema.

Parið byrjaði opinberlega saman fyrir skemmstu eftir að hafa verið að stinga saman nefjum í nokkurn tíma.

Guðjón Smára þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hinn 25 ára Vestmannaeyingur sló eftirminnilega í gegn í Idolinu í vetur þar sem hann hafnaði í fimmta sæti. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu með sinni einstöku rödd og líflegu framkomu. 

Í spilaranum hér að neðan má heyra brot á flutningi hans á laginu You Know My Name úr myndinni Casino Royal.

Ný þáttaröð af Idol hefst 24. nóvember á Stöð 2 og munu dómararnir fjórir frá því síðast snúa aftur á skjáinn.

Þau Birgitta Haukdal, Herra Hnetusmjör, Daníel Ágúst og Bríet setjast öll aftur í sæti dómara. Fyrstu upptökur fyrir nýju þáttaröðina fara fram í lok ágúst. Í maí síðastliðnum fóru prufur fram víðvegar um land og var þátttakan glæsileg.

Idol Stjörnuleit var haldin í fyrsta sinn árið 2003. Hér má sjá brot af þeim keppendum sem þóttu hvað eftirminnilegastir.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.