Kolbeinn berst við Bosníumann í Vínarborg í jólamánuðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 16:00 Kolbeinn Kristinsson hefur aldrei tapað bardaga á atvinnumannaferli sínum. theicebearkristinsson Íslenski hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er búinn að fá bardaga í næsta mánuði en sá bardagi kemur fljótt eftir þann síðasta þar sem okkar maður vann frábæran sigur. Kolbeinn vann yfirburðasigur á Englendingnum Michael Bassett í Vínarborg í september og fær nú annan átta lotu bardaga á sama stað 2. desember næstkomandi. Kolbeinn er ósigraður á ferlinum með fjórtán bardaga að baki og hann hefur endað átta þeirra með rothöggi. Andstæðingur Kolbeins verður að þessu sinni Mirko Tintor, 36 ára gamall Bosníumaður, en hann er örvhentur hnefaleikakappi. Tintor hefur unnið sextán bardaga á ferlinum og tapað átta. Báðir eru þekktir fyrir að klára bardagana sína snemma og því verður þetta æsispennandi viðeign í byrjun desember. „Ég er spenntur að fara aftur til Vínarborgar og skila frábærri frammistöðu og highlight reel rothöggi. Svo í kjölfarið að halda áfram að vinna mig í átt að því að verða heimsmeistari,“ sagði Kolbeinn Kristinsson kokhraustur í fréttatilkynningu. Kolbeinn hefur stundað hnefaleika í fimmtán ár og hann keppti líka lengi í ólympískum hnefaleikum. Hann hefur verið okkar fremsti hnefaleikakappi í mörg ár ásamt því að vera eini íslenski atvinnumaðurinn í sportinu. Kolli eins og hann er kallaður er 35 ára gamall og á tvö börn og unnustu hér á landi og leggur mikið á sig til að vera til staðar fyrir þau ásamt því að stunda atvinnumennskuna. Eftir að hafa ekki fengið að keppa í tvö ár er það kærkomið að fá að stíga í hringinn og gera það sem hann hefur ástríðu fyrir, að kýla menn í klessu inni í boxhring þó að flestir sem þekkja Kolla sjá hann sem rólyndis dreng og frábæran náunga þá breytist það þegar inn í hringinn er komið. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Box Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Kolbeinn vann yfirburðasigur á Englendingnum Michael Bassett í Vínarborg í september og fær nú annan átta lotu bardaga á sama stað 2. desember næstkomandi. Kolbeinn er ósigraður á ferlinum með fjórtán bardaga að baki og hann hefur endað átta þeirra með rothöggi. Andstæðingur Kolbeins verður að þessu sinni Mirko Tintor, 36 ára gamall Bosníumaður, en hann er örvhentur hnefaleikakappi. Tintor hefur unnið sextán bardaga á ferlinum og tapað átta. Báðir eru þekktir fyrir að klára bardagana sína snemma og því verður þetta æsispennandi viðeign í byrjun desember. „Ég er spenntur að fara aftur til Vínarborgar og skila frábærri frammistöðu og highlight reel rothöggi. Svo í kjölfarið að halda áfram að vinna mig í átt að því að verða heimsmeistari,“ sagði Kolbeinn Kristinsson kokhraustur í fréttatilkynningu. Kolbeinn hefur stundað hnefaleika í fimmtán ár og hann keppti líka lengi í ólympískum hnefaleikum. Hann hefur verið okkar fremsti hnefaleikakappi í mörg ár ásamt því að vera eini íslenski atvinnumaðurinn í sportinu. Kolli eins og hann er kallaður er 35 ára gamall og á tvö börn og unnustu hér á landi og leggur mikið á sig til að vera til staðar fyrir þau ásamt því að stunda atvinnumennskuna. Eftir að hafa ekki fengið að keppa í tvö ár er það kærkomið að fá að stíga í hringinn og gera það sem hann hefur ástríðu fyrir, að kýla menn í klessu inni í boxhring þó að flestir sem þekkja Kolla sjá hann sem rólyndis dreng og frábæran náunga þá breytist það þegar inn í hringinn er komið. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson)
Box Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira