Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2023 08:01 Tlaib var harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi mynskeiði í síðustu viku þar sem mótmælendur hrópuðu ítrekað „frá á til sjávar“. AP/Amanda Andrade-Rhoades Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. Tlaib, sem er eini þingmaðurinn af palestínskum uppruna, tók til máls við umræður áður en atkvæðagreiðslan fór fram og varði gagnrýni sína á Ísrael, biðlaði til þingmanna um samkennd með Palestínumönnum og ítrekaði áköll sín eftir vopnahléi. Atkvæði féllu 234 gegn 188 en 22 Demókratar greiddu atkvæði með tillögunni um að ávíta Tlaib og fjórir Repúblikanar á móti. Einn Demókrati og þrír Repúblikanar sátu hjá. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hópuðust Demókratar að Tlaib til að sýna henni stuðning. Í tillögunni, sem lögð var fram af Rich McCormick, Repúblikana frá Georgíu, sagði að ummæli Tlaib þar sem hún kallaði eftir „endalokum aðskilnaðarstefnu sem hefði leitt til kæfandi, ómanneskjulegra aðstæðna sem gætu endað með andspyrnu“ væru í raun jafngildi málsvarnar fyrir hryðjuverk. Þá var einnig getið stuðnings Tlaib við slagorðin „Frá á til sjávar“ sem eru afar umdeild. Frasinn er upphaflega „Frá á til sjávar, Palestína mun verða frjáls“ (e. From the River to the Sea Palestine Will be Free) og vísar til frjálsrar Palestínu milli árinnar Jórdan og Miðjarðarhafsins, þar sem nú er Ísrael. Frasinn hefur bæði verið túlkaður sem ákall eftir frelsi og lýðræði til handa Palestínu og sem ákall eftir tortímingu Ísraelsríkis. Anti-Defamation League í Bandaríkjunum styður síðarnefndu túlkunina og segir gyðingaandúð felast í notkun frasans. Tlaib segir frasann hins vegar ákall um friðsamlega sambúð. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að segja þetta en palestínska þjóðin má ekki bara missa sín,“ sagði Tlaib á þinginu í gær og virtist berjast við að bresta ekki í grát. „Grátur palestínskra og ísraelskra barna hljóma eins í mínum eyrum.“ Tlaib sagði gagnrýni sína ávallt hafa verið á stjórnvöld í Ísrael, ekki ísraelsku þjóðina og minnti kollega sína á að áköll þeirra sem vildu vopnahlé yrðu háværari með hverjum deginum. „Þið getið ávítt mig en þið þaggið ekki niður í þeim.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Tlaib, sem er eini þingmaðurinn af palestínskum uppruna, tók til máls við umræður áður en atkvæðagreiðslan fór fram og varði gagnrýni sína á Ísrael, biðlaði til þingmanna um samkennd með Palestínumönnum og ítrekaði áköll sín eftir vopnahléi. Atkvæði féllu 234 gegn 188 en 22 Demókratar greiddu atkvæði með tillögunni um að ávíta Tlaib og fjórir Repúblikanar á móti. Einn Demókrati og þrír Repúblikanar sátu hjá. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hópuðust Demókratar að Tlaib til að sýna henni stuðning. Í tillögunni, sem lögð var fram af Rich McCormick, Repúblikana frá Georgíu, sagði að ummæli Tlaib þar sem hún kallaði eftir „endalokum aðskilnaðarstefnu sem hefði leitt til kæfandi, ómanneskjulegra aðstæðna sem gætu endað með andspyrnu“ væru í raun jafngildi málsvarnar fyrir hryðjuverk. Þá var einnig getið stuðnings Tlaib við slagorðin „Frá á til sjávar“ sem eru afar umdeild. Frasinn er upphaflega „Frá á til sjávar, Palestína mun verða frjáls“ (e. From the River to the Sea Palestine Will be Free) og vísar til frjálsrar Palestínu milli árinnar Jórdan og Miðjarðarhafsins, þar sem nú er Ísrael. Frasinn hefur bæði verið túlkaður sem ákall eftir frelsi og lýðræði til handa Palestínu og sem ákall eftir tortímingu Ísraelsríkis. Anti-Defamation League í Bandaríkjunum styður síðarnefndu túlkunina og segir gyðingaandúð felast í notkun frasans. Tlaib segir frasann hins vegar ákall um friðsamlega sambúð. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að segja þetta en palestínska þjóðin má ekki bara missa sín,“ sagði Tlaib á þinginu í gær og virtist berjast við að bresta ekki í grát. „Grátur palestínskra og ísraelskra barna hljóma eins í mínum eyrum.“ Tlaib sagði gagnrýni sína ávallt hafa verið á stjórnvöld í Ísrael, ekki ísraelsku þjóðina og minnti kollega sína á að áköll þeirra sem vildu vopnahlé yrðu háværari með hverjum deginum. „Þið getið ávítt mig en þið þaggið ekki niður í þeim.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira