Fundar með utanríkisráðherrum arabaríkja um vopnahlé Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. nóvember 2023 12:49 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda um stöðuna á Gasa með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. AP Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda um stöðuna á Gasa með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. Íslandsdeild Amnesty International krefst þess að forsætis- og utanríkisráðherra leggi sitt af mörkum við að koma á vopnahléi. Búast má við að kröfur um vopnahlé af mannúðarástæðum verði umræðuefni funda sem Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun eiga með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. Blinken lagði áherslu á nauðsyn vopnahlés af mannúðarástæðum á fundi með forsætisráðherra Ísrael í gær . Forsætisráðherrann sagði að slíkt hlé kæmi ekki til greina nema öllum þeim 240 gíslum sem Hamas liðar eru með í haldi verði sleppt. Þangað til verði hernaði Ísrael halið áfram af fullum þunga. Vopnahlé nauðsynlegt Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeilar Amnesty International, segir vopnahlé gríðarlega mikilvægt. „Til þess að stöðva þessar ólögmætir árásir allra aðila sem eiga sér stað í þessum átökum. Vopnahlé fækkar dauðsföllum og gerir hjálparstofnunum það kleift að veita lífsnauðsynlega aðstoð. Hlé er svakalega mikilvægt tæki og tækifæri til að tryggja að mannréttindi séu virt á þessu svæði.“ Vopnahlé sé ekki síður mikilvægt til að semja um lausn þeirra gísla sem í haldi eru. Íslandsdeildin afhenti Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra og forsætisráðuneytinu undirskriftalista í gær með tæplega sjö þúsund undirskriftum. „Það sýnir hvað fólki hér á landi er annt um þennan málstað að tryggja mannréttindi og mannúð á þessu svæði, allra aðila. Og við höfum sjaldan eða jafnvel aldrei fengið jafn margar undirskriftir í máli sem deildin hefur tekið upp.“ Vonbrigði Anna segir það hafa verið vonbrigði þegar íslensk stjórnvöld sátu hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza. Þau hefðu viljað sjá Ísland kjósa með ályktuninni. „Og sýna þannig sterkan vilja og senda sterka yfirlýsingu til alþjóðasamfélagsins um að Ísland vilji setja mannúð og mannréttindi á oddinn, algjörlega. Þá hefði Ísland frekar getað gert í sinni greinargerð, grein fyrir því að þau hefðu viljað sjá frekari og nákvæmari útlistingu á þeim hópum sem þarna takast á eða fara nánar út í þau atriði sem þau hefðu viljað sjá í yfirlýsingunni.“ Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Búast má við að kröfur um vopnahlé af mannúðarástæðum verði umræðuefni funda sem Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun eiga með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. Blinken lagði áherslu á nauðsyn vopnahlés af mannúðarástæðum á fundi með forsætisráðherra Ísrael í gær . Forsætisráðherrann sagði að slíkt hlé kæmi ekki til greina nema öllum þeim 240 gíslum sem Hamas liðar eru með í haldi verði sleppt. Þangað til verði hernaði Ísrael halið áfram af fullum þunga. Vopnahlé nauðsynlegt Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeilar Amnesty International, segir vopnahlé gríðarlega mikilvægt. „Til þess að stöðva þessar ólögmætir árásir allra aðila sem eiga sér stað í þessum átökum. Vopnahlé fækkar dauðsföllum og gerir hjálparstofnunum það kleift að veita lífsnauðsynlega aðstoð. Hlé er svakalega mikilvægt tæki og tækifæri til að tryggja að mannréttindi séu virt á þessu svæði.“ Vopnahlé sé ekki síður mikilvægt til að semja um lausn þeirra gísla sem í haldi eru. Íslandsdeildin afhenti Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra og forsætisráðuneytinu undirskriftalista í gær með tæplega sjö þúsund undirskriftum. „Það sýnir hvað fólki hér á landi er annt um þennan málstað að tryggja mannréttindi og mannúð á þessu svæði, allra aðila. Og við höfum sjaldan eða jafnvel aldrei fengið jafn margar undirskriftir í máli sem deildin hefur tekið upp.“ Vonbrigði Anna segir það hafa verið vonbrigði þegar íslensk stjórnvöld sátu hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza. Þau hefðu viljað sjá Ísland kjósa með ályktuninni. „Og sýna þannig sterkan vilja og senda sterka yfirlýsingu til alþjóðasamfélagsins um að Ísland vilji setja mannúð og mannréttindi á oddinn, algjörlega. Þá hefði Ísland frekar getað gert í sinni greinargerð, grein fyrir því að þau hefðu viljað sjá frekari og nákvæmari útlistingu á þeim hópum sem þarna takast á eða fara nánar út í þau atriði sem þau hefðu viljað sjá í yfirlýsingunni.“
Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira