Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 2. nóvember 2025 15:48 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir Fulltrúar verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur kjörbúða í minni bæjarstæðum á landsbyggðinni. Um félagslegt byggðarmál sé að ræða. Án þessar grunnþjónustu sé hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki. Samtök verslunar og þjónustu hafa kallað eftir breytingum á rekstrarumhverfi kjörbúða í bæjarplássum á landsbyggðinni. Þau nefna lokun verslunarinnar Hamonu á Þingeyri sem eitt dæmi um afleiðingar erfiðs rekstrarumhverfis. Hammona var eina verslun bæjarins en nú þurfa íbúar þar að ferðast meira en fimmtíu kílómetra til að sækja næstu verslun. Ferð sem geti verið erfið og jafnvel varasöm í vetrarfærð. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að rekstur verslana á landsbyggðinni sé oft háður ferðamannastraumi og geti því reksturinn yfir vetrarmánuðina oft reynst erfiður. „Það er náttúrlega hvernig svona rekstur hefur þróast almennt. Stærsti hluti svona kjörbúðna sem eru starfandi eru orðnar lágvöruverslanir,“ segir Benedikt. Hann segir að um félagslegt byggðarmál sé að ræða. „Þú þarft að geta sótt nauðsynjavörur á einhvern stað. Án þess að þurfa að keyra fimmtíu kílómetra eða hvað það er. Síðan er þessi þáttur sem íbúar landsbyggðarinnar þekkja. Þessar búðir og þessar sjoppur, þetta er náttúrulega samkomustaður. Þarna hittist fólk,“ segir hann. „Ég held að það sé bara bráðnauðsynlegt. Það þarf að vera eitthvað lágmarksaðgengi að verslunarvöru á hverjum stað. Annars er bara hætt við að þessir staðir þrífist ekki.“ Benedikt hvetur stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur umræddra verslana. „Ríkið er nú þegar að stunda verslun í þessum bæjum, hvort sem það er beint eða óbeint. Það er náttúrulega áfengisverslunin og þar er velta og þar er framleið sem er í mörgum tilvikum jafnvel helmingurinn af veltu verslunarinnar sem er þar til staðar og er í vanda,“ segir Benedikt. „Skoða þarf að færa þessa verslun til þeirrar verslunar sem er þar starfandi í staðinn fyrir að hún sér í höndum ríkisstofnunar í Reykjavík.“ Byggðamál Verslun Ísafjarðarbær Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu hafa kallað eftir breytingum á rekstrarumhverfi kjörbúða í bæjarplássum á landsbyggðinni. Þau nefna lokun verslunarinnar Hamonu á Þingeyri sem eitt dæmi um afleiðingar erfiðs rekstrarumhverfis. Hammona var eina verslun bæjarins en nú þurfa íbúar þar að ferðast meira en fimmtíu kílómetra til að sækja næstu verslun. Ferð sem geti verið erfið og jafnvel varasöm í vetrarfærð. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að rekstur verslana á landsbyggðinni sé oft háður ferðamannastraumi og geti því reksturinn yfir vetrarmánuðina oft reynst erfiður. „Það er náttúrlega hvernig svona rekstur hefur þróast almennt. Stærsti hluti svona kjörbúðna sem eru starfandi eru orðnar lágvöruverslanir,“ segir Benedikt. Hann segir að um félagslegt byggðarmál sé að ræða. „Þú þarft að geta sótt nauðsynjavörur á einhvern stað. Án þess að þurfa að keyra fimmtíu kílómetra eða hvað það er. Síðan er þessi þáttur sem íbúar landsbyggðarinnar þekkja. Þessar búðir og þessar sjoppur, þetta er náttúrulega samkomustaður. Þarna hittist fólk,“ segir hann. „Ég held að það sé bara bráðnauðsynlegt. Það þarf að vera eitthvað lágmarksaðgengi að verslunarvöru á hverjum stað. Annars er bara hætt við að þessir staðir þrífist ekki.“ Benedikt hvetur stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur umræddra verslana. „Ríkið er nú þegar að stunda verslun í þessum bæjum, hvort sem það er beint eða óbeint. Það er náttúrulega áfengisverslunin og þar er velta og þar er framleið sem er í mörgum tilvikum jafnvel helmingurinn af veltu verslunarinnar sem er þar til staðar og er í vanda,“ segir Benedikt. „Skoða þarf að færa þessa verslun til þeirrar verslunar sem er þar starfandi í staðinn fyrir að hún sér í höndum ríkisstofnunar í Reykjavík.“
Byggðamál Verslun Ísafjarðarbær Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira