„Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. nóvember 2025 16:47 Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður. Samsett Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins telur að þorsti Ríkisútvarpsins í auglýsingafé sé of mikill en í stóra samhenginu myndi brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði ekki gjöbreyta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Deilt var um hvort í raun væri þörf á ríkisreknum fjölmiðli í Sprengisandi í morgun. „Ég tel við núverandi aðstæður, miðað við það að við búum á þessum heimsmarkaði, efnisveitna og auglýsingamarkaðar, að þá þurfum við bara að hugsa okkur í heild upp á nýtt og þar er Ríkisútvarpið undir eins og aðrir,“ segir Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, í Sprengisandi í morgun. Hann og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ræddu hvort að taka ætti Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og stöðu íslenskra fjölmiðla. „Þetta skiptir svo litlu máli í þessu stóra samhengi, Ríkisútvarpið. Ég held að fólk átti sig ekkert á því að á heildarauglýsingamarkaði á Íslandi er Ríkisútvarpið með tíu prósent,“ segir Stefán og vísar í tölur frá Hagstofunni frá árinu 2023 en þá var auglýsingamarkaðurinn á Íslandi 26 milljarðar króna. Bróðurpartur teknanna fari erlendis. Sigurður bendir á að ríkið spili samt sem áður stóran hlut „Allt þetta fólk kemur út af fréttastofunum, út af fjölmiðlunum, vegna þess að ríkið getur boðið í hærra kaup. Ofan á þetta bætist svo við að ríkið rekur líka Ríkisútvarpið sem allir einstaklingar sem lögaðilar þurfa að borga árlegan skatt. Svo getur það farið inn á auglýsingamarkaðinn,“ segir hann. „Þeir sem hafa rekið einkarekna miðla sjá bara ekki alveg að þörf sé á Ríkisútvarpi. Að Ríkisútvarpið geti bæði haft skatttekjur, skylduáskrift, nokkurs konar eins og var í gamla daga, og líka verið í stöðugri samkeppni á auglýsingamarkaði og verið með mjög agressíva auglýsingasölu.“ Að auki einoki Ríkisútvarpið auglýsingamarkaðinn þegar til að mynda Eurovision er í gangi eða stórmót í íþróttum. Stefán segir að ekki sé um jafn þrúgandi ástand að ræða og Sigurður teiknar upp. Hann tekur undir að RÚV eigi ekki að vera á auglýsingamarkaði en ekki sé um að ræða fjármagn sem myndi gjörbreyta slakri stöðu einkarekinna fjölmiðla. Ríkisútvarpið þurfi einnig að fylgja ákveðnum skilyrðum, til dæmis sé þak á mínútufjölda auglýsinga á sjónvarpsstöðvum þess. „Já, þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu og það er ekki hollur þorsti. Það á að svala honum með öðrum hætti,“ segir Stefán. Hann leggur til dæmis til að búið verði til eins konar íslenskt sambland af Facebook, Youtube og öðrum samfélagsmiðlum, efnisveitu sem sé ekki stjórnað af erlendum auðmönnum. Þá þyrfti hið opinbera einnig að hætta að auglýsa á erlendum miðlum, til dæmis í gegnum Google, og beina viðskiptum sínum að íslensku miðlum. Deilt um hvort þörf sé á Ríkisútvarpinu Sigurður telur það rangt að ríkið reki einn fjölmiðil og hann sé einungis í útvarpi og sjónvarpi en gefi ekki út dagblað. Hann spyr af hverju íslenskt samfélag þurfi Ríkisútvarpið. Stefán segir að um almannavald væri að ræða sem sé ekki hátt viðskiptavaldinu eða pólitíska valdinu og hafi ábyrgt gagnvar almenningi. Sigurður segir þá að þá þurfi Ríkisútvarpið ekki að vera á auglýsingamarkaði heldur eigi það einungis að vera styrkt með ríkisframlagi og koma opinberum skoðunum á framfæri. „Sigurður. Ríkisútvarpið var stofnað 1930, þar um bil. Við vitum alveg hversu frábær miðill Ríkisútvarpið hefur verið að mörgu leyti og uppbyggilegur fyrir íslenskt menningarlíf og lýðræðiskerfi og heldur áfram að hafa það hlutverk,“ segir Stefán. „Ég get bara ekki tekið undir það að Ríkisútvarpið hafi verið algjörlega frábær miðill á öllum sviðum,“ segir Sigurður og tekur sem dæmi tónlist sem ekki mátti spila í útvarpi RÚV þegar hann var ungur. Stefán segist muna sjálfur eftir slíku og benti á að forsjárhyggja hafi verið ríkjandi þar á níunda áratug síðustu aldar. Stjórnmálamenn hafi haft meiri áhrif á dagskrá miðilsins en það sé ekki eins í dag. Sigurður bendir þá á lóðasölumál Reykjavíkurborgar, mál sem fréttamaður Ríkisútvarpsins vann þátt um en Kveikur afþakkaði umfjöllunina. Þátturinn var seinna sýndur í Kastljósinu. „Það var eftir mikla baráttu innandyra sem að það var eitthvað sýnt af þessum þætti vegna þess að yfirmaður Kastljóss hafði aðrar skoðanir á því hvað væri fréttnæmt og hvað ekki,“ segir Sigurður. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
„Ég tel við núverandi aðstæður, miðað við það að við búum á þessum heimsmarkaði, efnisveitna og auglýsingamarkaðar, að þá þurfum við bara að hugsa okkur í heild upp á nýtt og þar er Ríkisútvarpið undir eins og aðrir,“ segir Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, í Sprengisandi í morgun. Hann og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ræddu hvort að taka ætti Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og stöðu íslenskra fjölmiðla. „Þetta skiptir svo litlu máli í þessu stóra samhengi, Ríkisútvarpið. Ég held að fólk átti sig ekkert á því að á heildarauglýsingamarkaði á Íslandi er Ríkisútvarpið með tíu prósent,“ segir Stefán og vísar í tölur frá Hagstofunni frá árinu 2023 en þá var auglýsingamarkaðurinn á Íslandi 26 milljarðar króna. Bróðurpartur teknanna fari erlendis. Sigurður bendir á að ríkið spili samt sem áður stóran hlut „Allt þetta fólk kemur út af fréttastofunum, út af fjölmiðlunum, vegna þess að ríkið getur boðið í hærra kaup. Ofan á þetta bætist svo við að ríkið rekur líka Ríkisútvarpið sem allir einstaklingar sem lögaðilar þurfa að borga árlegan skatt. Svo getur það farið inn á auglýsingamarkaðinn,“ segir hann. „Þeir sem hafa rekið einkarekna miðla sjá bara ekki alveg að þörf sé á Ríkisútvarpi. Að Ríkisútvarpið geti bæði haft skatttekjur, skylduáskrift, nokkurs konar eins og var í gamla daga, og líka verið í stöðugri samkeppni á auglýsingamarkaði og verið með mjög agressíva auglýsingasölu.“ Að auki einoki Ríkisútvarpið auglýsingamarkaðinn þegar til að mynda Eurovision er í gangi eða stórmót í íþróttum. Stefán segir að ekki sé um jafn þrúgandi ástand að ræða og Sigurður teiknar upp. Hann tekur undir að RÚV eigi ekki að vera á auglýsingamarkaði en ekki sé um að ræða fjármagn sem myndi gjörbreyta slakri stöðu einkarekinna fjölmiðla. Ríkisútvarpið þurfi einnig að fylgja ákveðnum skilyrðum, til dæmis sé þak á mínútufjölda auglýsinga á sjónvarpsstöðvum þess. „Já, þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu og það er ekki hollur þorsti. Það á að svala honum með öðrum hætti,“ segir Stefán. Hann leggur til dæmis til að búið verði til eins konar íslenskt sambland af Facebook, Youtube og öðrum samfélagsmiðlum, efnisveitu sem sé ekki stjórnað af erlendum auðmönnum. Þá þyrfti hið opinbera einnig að hætta að auglýsa á erlendum miðlum, til dæmis í gegnum Google, og beina viðskiptum sínum að íslensku miðlum. Deilt um hvort þörf sé á Ríkisútvarpinu Sigurður telur það rangt að ríkið reki einn fjölmiðil og hann sé einungis í útvarpi og sjónvarpi en gefi ekki út dagblað. Hann spyr af hverju íslenskt samfélag þurfi Ríkisútvarpið. Stefán segir að um almannavald væri að ræða sem sé ekki hátt viðskiptavaldinu eða pólitíska valdinu og hafi ábyrgt gagnvar almenningi. Sigurður segir þá að þá þurfi Ríkisútvarpið ekki að vera á auglýsingamarkaði heldur eigi það einungis að vera styrkt með ríkisframlagi og koma opinberum skoðunum á framfæri. „Sigurður. Ríkisútvarpið var stofnað 1930, þar um bil. Við vitum alveg hversu frábær miðill Ríkisútvarpið hefur verið að mörgu leyti og uppbyggilegur fyrir íslenskt menningarlíf og lýðræðiskerfi og heldur áfram að hafa það hlutverk,“ segir Stefán. „Ég get bara ekki tekið undir það að Ríkisútvarpið hafi verið algjörlega frábær miðill á öllum sviðum,“ segir Sigurður og tekur sem dæmi tónlist sem ekki mátti spila í útvarpi RÚV þegar hann var ungur. Stefán segist muna sjálfur eftir slíku og benti á að forsjárhyggja hafi verið ríkjandi þar á níunda áratug síðustu aldar. Stjórnmálamenn hafi haft meiri áhrif á dagskrá miðilsins en það sé ekki eins í dag. Sigurður bendir þá á lóðasölumál Reykjavíkurborgar, mál sem fréttamaður Ríkisútvarpsins vann þátt um en Kveikur afþakkaði umfjöllunina. Þátturinn var seinna sýndur í Kastljósinu. „Það var eftir mikla baráttu innandyra sem að það var eitthvað sýnt af þessum þætti vegna þess að yfirmaður Kastljóss hafði aðrar skoðanir á því hvað væri fréttnæmt og hvað ekki,“ segir Sigurður.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira