Leikmaður Eagles skellti sér á Instagram í hálfleik Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 22:46 Gainwell með boltann í leknum umtalaða gegn Washington Commanders. Vísir/Getty Kenneth Gainwell sem leikur með Philadelphia Eagles í NFL-deildinni virðist ekki hafa verið með einbeitinguna í botni í leik liðsins um helgina. Hann var mættur á Instagram í hálfleik í leiknum gegn Washington Commanders. Philadelphia Eagles er eitt af sterkustu liðunum í NFL-deildinni þetta tímabilið. Kenneth Gainwell er hlaupari hjá Eagles og hann kom sér í fréttirnar eftir umferðina um helgina en á nokkuð sérstökum forsendum. Í hálfleik á leik Philadelphia Eagles og Washington Commanders var Gainwell mættur á Instagram þar sem hann var að svara skilaboðum sem hann hafði fengið frá áhorfanda. Gainwell hafði misst boltann frá sér nálægt marki um miðjan annan leikhlutann. Þeir Henry Birgir Gunnarsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson fóru yfir málið í nýjasta þættinum af Lokasókninni sem sýndur var í gærkvöldi. „Ég segi bara Guð forði þessum manni frá að Guðjón Þórðarson sé ekki að þjálfa liðið því hann væri búinn að rífa af honum höfuðið,“ sagði Magnús en þeir félagar höfðu nokkuð gaman af uppátækinu. „NFL-deildin svíkur ekki,“ bætti Henry Birgir við en umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svaraði á Instagram í hálfleik Í skilaboðunum sem Gainwell fékk var hann vinsamlega beðinn um að halda í boltann og það var hlauparinn knái ekki ánægður með. „Litli strákur, ekki senda á mig,“ svaraði Gainwell. Þjálfari Eagles var vitaskuld ekki ánægður með sinn mann en sagði að Gainwell vissi upp á sig skömmina. „Þetta er hluti af lífi þessara manna. Ætti hann að vera að svara einhverjum skilaboðum? Nei, hann ætti ekki að svara þessu yfirhöfuð. Að sjálfsögðu töluðum við um þetta við hann, um að vera einbeittur og ekki vera að spá í þessum látum. Hann veit að að hann gerði mistök með því að svara þessum einstaklingi. Ég geri ráð fyrir að þetta sé stuðningsmaður Eagles sem hafi tekið skjáskot og birt á netinu,“ sagði þjálfarinn Nick Sirianni. Gainwell var valinn af Eagles í fimmtu umferð nýliðavalsins 2021 er búinn að skora eitt snertimark í sjö leikjum á tímabilinu til þessa. NFL Lokasóknin Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Sjá meira
Philadelphia Eagles er eitt af sterkustu liðunum í NFL-deildinni þetta tímabilið. Kenneth Gainwell er hlaupari hjá Eagles og hann kom sér í fréttirnar eftir umferðina um helgina en á nokkuð sérstökum forsendum. Í hálfleik á leik Philadelphia Eagles og Washington Commanders var Gainwell mættur á Instagram þar sem hann var að svara skilaboðum sem hann hafði fengið frá áhorfanda. Gainwell hafði misst boltann frá sér nálægt marki um miðjan annan leikhlutann. Þeir Henry Birgir Gunnarsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson fóru yfir málið í nýjasta þættinum af Lokasókninni sem sýndur var í gærkvöldi. „Ég segi bara Guð forði þessum manni frá að Guðjón Þórðarson sé ekki að þjálfa liðið því hann væri búinn að rífa af honum höfuðið,“ sagði Magnús en þeir félagar höfðu nokkuð gaman af uppátækinu. „NFL-deildin svíkur ekki,“ bætti Henry Birgir við en umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svaraði á Instagram í hálfleik Í skilaboðunum sem Gainwell fékk var hann vinsamlega beðinn um að halda í boltann og það var hlauparinn knái ekki ánægður með. „Litli strákur, ekki senda á mig,“ svaraði Gainwell. Þjálfari Eagles var vitaskuld ekki ánægður með sinn mann en sagði að Gainwell vissi upp á sig skömmina. „Þetta er hluti af lífi þessara manna. Ætti hann að vera að svara einhverjum skilaboðum? Nei, hann ætti ekki að svara þessu yfirhöfuð. Að sjálfsögðu töluðum við um þetta við hann, um að vera einbeittur og ekki vera að spá í þessum látum. Hann veit að að hann gerði mistök með því að svara þessum einstaklingi. Ég geri ráð fyrir að þetta sé stuðningsmaður Eagles sem hafi tekið skjáskot og birt á netinu,“ sagði þjálfarinn Nick Sirianni. Gainwell var valinn af Eagles í fimmtu umferð nýliðavalsins 2021 er búinn að skora eitt snertimark í sjö leikjum á tímabilinu til þessa.
NFL Lokasóknin Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Sjá meira