Sport

Strákarnir í Loka­sókninni fengu sér majónes út í kaffið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Henry Birgir Gunnarsson setur majónes út í kaffið og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgist spenntur með.
Henry Birgir Gunnarsson setur majónes út í kaffið og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgist spenntur með. S2 Sport

Nýliðinn Will Levis fékk loksins að spila sinn fyrsta leik í áttundu viku NFL tímabilsins og hann nýtti langþráð tækifæri sitt frábærlega.

Levis gaf fjórar snertimarkssendingar í sigri Tennessee Titans og gaf fleiri slíkar sendingar en aðalleikstjórnandinn, Ryan Tannehill, hafði náð allt tímabilið til þessa.

Strákarnir í Lokasókninni fóru að sjálfsögðu yfir frammistöðu nýliðans.

„Will Levis flottur en áður en hann blómstraði í þessum leik þá var Will Levis frægur fyrir um öll Bandaríkin fyrir þetta hérna,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður þáttarins að þessu sinni.

Hann sýndi myndband af Levis að setja majónes í kaffið sitt.

„Þetta er náttúrulega bilað segja margir. Við erum með Hellmann's majónesið. Við erum með ferskt kaffi. Við ætlum að taka Will Levis á þetta,“ sagði Henry.

„Það hefur enginn af okkur prófað þetta. Að setja Hellmann's majónes í kaffið,“ sagði Henry.

„Þetta er bara svona þáttur. Lokasóknin er svona þáttur,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson léttur.

„Við erum komnir í sjötíu mínútur. Við erum komnir í ógeðisdrykkinn. Ég held að ég hafi aldrei verið jafnstressaður á ævinni,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran.

„Svo þarf að hræra í þessu eins og Will Levis gerir. Það er viðbjóður að sjá þetta,“ sagði Henry.

Það má sjá strákana prófa kaffi með majónesi hér fyrir neðan.

Klippa: Lokasóknin: Majónes út í kaffið að hætti Will Levis



Fleiri fréttir

Sjá meira


×