Innlent

Vilja að lagt verði bann við veiðum á lunda

Jakob Bjarnar skrifar
Lundinn, sá sérstaki og fagri fugl, er undir stofnfræðilegum sjálfbærnivexti og þarf að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara.
Lundinn, sá sérstaki og fagri fugl, er undir stofnfræðilegum sjálfbærnivexti og þarf að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara. vísir/vilhelm

Í nýrri skýrslu Náttúrustofu Suðurlands kemur fram að árlegur stofnvöxtur íslenska lundastofnsins á landvísu er undir sjálfbærnimörkum og hefur líklega verið frá 1995.

Í skýrslunni er lagt til að stöðva veiðar með öllu þar til stofnvöxtur verður nægilegur fyrir náttúrleg afföll og hóflega veiði. Hófleg veiði telur skýrsluhöfundur vera hægt að ná fram með sölubanni, þá er veiðar verða leyfðar á ný. Þetta kemur fram í Eyjafréttum en í Vestmannaeyjum er rík hefð fyrir því að snæða lunda við ýmis tækifæri.

Um er að ræða lokaskýrslu til umhverfisstofnunar en skýrslan heitir „Stofnvöktun lunda 2020-2022“ og er Erpur Snær Hansen titlaður höfundur hennar.

Í skýrslunni segir að lundastofninn sé undir stofnvistfræðilegum sjálfbærnivöxtum og hafi svo verið að öllum líkindum frá 1995. Þessi samdráttur stafar af svæðisbundnum viðkomubresti hjá lunda sökum fæðuskorts auk veiða. Léleg afkoma sandsíla- og flestra annarra fiskilirfa, virðist tengjast seinkun á tímasetningu þörungablóma á Selvogsbanka. Einnig dregur hærri sjávarhiti úr vexti sandsíla á sumrin, og hlýrri vetur auka orkueyðslu og ganga á fituforða þeirra yfir veturinn.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×