Bankastarfsmaður rekinn fyrir að kaupa kaffi og samloku fyrir konuna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 07:48 Það var ekki kostnaðurinn við samlokuna sem skipti máli, heldur hver borðaði hana. Vinnumáladómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Citibank hafi verið heimilt að reka starfsmann sem rukkaði bankann um endurgreiðslu fyrir tvo kaffibolla, tvær samlokur og tvo pastarétti. Frá þessu greinir BBC. Málið varðar starfsmann sem hafið unnið við greiningar hjá Citibank í Lundúnum í sjö ár. Sérsvið hans voru fjármálaglæpir. Szabolcs Fekete fór vinnuferð til Amsterdam í þrjá daga í júlí í fyrra en þegar hann mætti aftur til vinnu í Lundúnum rukkaði hann Citibank um útlagðan kostnað. Kostnaðinn taldi Fekete falla undir reglur um dagpeninga, sem voru 100 evrur á dag. Yfirmaðurinn sem fór yfir kvittanir Fekete gerði hins vegar athugasemdir við fjárútlát hans og vildi fá að vita hvort hann hefði neytt alls þess matar sjálfur sem hann hafði greitt fyrir. Fekete varð það á að ljúga í svörum sínum og sagði að já, hann hefði sjálfur drukkið tvo kaffibolla, borðað tvær samlokur og svo framvegis. Hið rétta var að hann hafði boðið konu sinni með í ferðina og taldi að svo lengi sem eyðslan væri innan áðurnefndra 100 evra marka þá væri honum frjálst að rukka fyrirtækið, þrátt fyrir að hann hefði ekki sjálfur neytt alls matarins. Reglur bankans kveða hins vegar á um að starfsmenn geta ekki fengið endurgreitt vegna máltíða og ferðalaga maka og þá er þess krafist að nöfn allra þeirra sem starfsmenn greiða fyrir fylgi með kvittunum. Citibank vísaði málinu áfram til öryggis- og rannsóknardeildar bankans, sem krafðist þess að vita hvort Fekete hefði deilt máltíð þar sem tveir pastaréttir voru pantaðir en aftur neitaði Fekete. Bankastarfsmaðurinn játaði síðar að eiginkonan hefði neytt matarins með honum og sagðist hafa verið á sterkum verkjalyfjum þegar hann laug að yfirmönnum í tölvupósti. Dómarinn í málinu úrskurðaði Citibank í vil og sagði bankanna hafa verið í fullum rétti þegar Fekete var sagt upp störfum. Málið snérist ekki um upphæðir heldur um framgöngu starfsmannsins. Hann hefði átt að segja satt og rétt frá við fyrsta tækifæri, enda mikilvægt að hann nyti trausts starfs síns vegna. Bretland England Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Frá þessu greinir BBC. Málið varðar starfsmann sem hafið unnið við greiningar hjá Citibank í Lundúnum í sjö ár. Sérsvið hans voru fjármálaglæpir. Szabolcs Fekete fór vinnuferð til Amsterdam í þrjá daga í júlí í fyrra en þegar hann mætti aftur til vinnu í Lundúnum rukkaði hann Citibank um útlagðan kostnað. Kostnaðinn taldi Fekete falla undir reglur um dagpeninga, sem voru 100 evrur á dag. Yfirmaðurinn sem fór yfir kvittanir Fekete gerði hins vegar athugasemdir við fjárútlát hans og vildi fá að vita hvort hann hefði neytt alls þess matar sjálfur sem hann hafði greitt fyrir. Fekete varð það á að ljúga í svörum sínum og sagði að já, hann hefði sjálfur drukkið tvo kaffibolla, borðað tvær samlokur og svo framvegis. Hið rétta var að hann hafði boðið konu sinni með í ferðina og taldi að svo lengi sem eyðslan væri innan áðurnefndra 100 evra marka þá væri honum frjálst að rukka fyrirtækið, þrátt fyrir að hann hefði ekki sjálfur neytt alls matarins. Reglur bankans kveða hins vegar á um að starfsmenn geta ekki fengið endurgreitt vegna máltíða og ferðalaga maka og þá er þess krafist að nöfn allra þeirra sem starfsmenn greiða fyrir fylgi með kvittunum. Citibank vísaði málinu áfram til öryggis- og rannsóknardeildar bankans, sem krafðist þess að vita hvort Fekete hefði deilt máltíð þar sem tveir pastaréttir voru pantaðir en aftur neitaði Fekete. Bankastarfsmaðurinn játaði síðar að eiginkonan hefði neytt matarins með honum og sagðist hafa verið á sterkum verkjalyfjum þegar hann laug að yfirmönnum í tölvupósti. Dómarinn í málinu úrskurðaði Citibank í vil og sagði bankanna hafa verið í fullum rétti þegar Fekete var sagt upp störfum. Málið snérist ekki um upphæðir heldur um framgöngu starfsmannsins. Hann hefði átt að segja satt og rétt frá við fyrsta tækifæri, enda mikilvægt að hann nyti trausts starfs síns vegna.
Bretland England Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira