Fuerteventura komin á fluglista PLAY PLAY 12. október 2023 08:47 Fuerteventura er ein af spænsku Kanaríeyjunum og annáluð fyrir gylltar strendur og kristaltæran sjó. Ómótstæðileg náttúrufegurð, gylltar strendur, kristaltær sjór og botnlaust úrval af útivist og afþreyingu gera eyjuna Fuerteventura að fullkomnum áfangastað fyrir þau sem þyrstir í sólarfrí.PLAY flýgur nú til þessarar sólarperlu. Fuerteventura er ein af spænsku Kanaríeyjunum og PLAY flýgur beint til Fuerteventura-flugvallar (FUE) sem er einungis 5 km frá höfuðborginni, Puerto del Rosario. Bílaleigur og leigubíla má finna á flugvellinum en þaðan ganga líka strætisvagnar inn í borgina. Aksturinn tekur rétt um 10 mínútur og þá getur ævintýrið hafist fyrir alvöru. Eyjan býður líka upp á fjölbreytt úrval af náttúrufegurð og menningarlegri afþreyingu. Eyjan þykir einstaklega spennandi fyrir unnendur vatnasports sem krefst öldugangs og vinds. Hvort sem þú ert verðandi brimbrettakappi eða algjör byrjandi þá finna allir eitthvað við sitt ölduhæfi á Fuerteventura. Playa de Sotavento er tilvalin fyrir flugdrekabretti (e. kitesurfing) og Corralejo-strönd þykir fyrsta flokks staður fyrir seglbrettasvif (e. windsurfing). Það er enginn skortur á fallegum ströndum á þessari eyju. Fyrir afslappaðri dag á ströndinni mælum við með Playa de Cofete á syðsta odda Fuerteventura en þessi fallega strönd býður töfrandi útsýni yfir Atlantshafið eða Caleta de Fuste þar sem er að finna einu strönd eyjunnar sem er í algjöru skjóli frá straumum og sterkum öldum svo þar er tilvalið fyrir fjölskyldur að njóta lífsins á ströndinni með krökkunum. En svo það sé á hreinu, þá er raunverulega enginn skortur á fallegum ströndum á þessari eyju. Náttúrufegurð, næturlíf og menning Fyrir utan strendurnar, sem Fuerteventura er vissulega frægust fyrir, býður eyjan líka upp á fjölbreytt úrval af náttúrufegurð og menningarlegri afþreyingu. Við mælum með göngu við Calderón Hondo-eldfjall til að upplifa náttúrufegurð og öðruvísi eldfjallaumhverfi eyjunnar, eða heimsókn á fornminjasafn Betancuria til að fræðast um sögu og menningu staðarins. Íslendingar fá síðan afar framandi upplifun með útsýninu yfir magnaðar sandöldur Corralejo-þjóðgarðsins. Í þessu fullkomna loftslagi í bland við dásamlega golu, er Fuerteventura frábær kostur fyrir flesta útivist, ekki síst hjólreiðar og golf. Eftir skemmtileg ævintýri í sólinni yfir daginn býður Fuerteventura síðan upp á ógrynni af afþreyingu fyrir frábært kvöld úti á lífinu. Corralejo er full af fyrirtaksbörum og hressandi skemmtistöðum og það er alltaf lifandi tónlist í boði einhvers staðar í höfuðborg eyjunnar, Puerto del Rosario. Fyrir þá sem vilja rólegra kvöld er tilvalið að koma sér fyrir á notalegum þakbar og njóta þess að drekka ævintýralegan kokkteil í hlýju kvöldloftinu. Ferðalög Fréttir af flugi Play Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Sjá meira
Fuerteventura er ein af spænsku Kanaríeyjunum og PLAY flýgur beint til Fuerteventura-flugvallar (FUE) sem er einungis 5 km frá höfuðborginni, Puerto del Rosario. Bílaleigur og leigubíla má finna á flugvellinum en þaðan ganga líka strætisvagnar inn í borgina. Aksturinn tekur rétt um 10 mínútur og þá getur ævintýrið hafist fyrir alvöru. Eyjan býður líka upp á fjölbreytt úrval af náttúrufegurð og menningarlegri afþreyingu. Eyjan þykir einstaklega spennandi fyrir unnendur vatnasports sem krefst öldugangs og vinds. Hvort sem þú ert verðandi brimbrettakappi eða algjör byrjandi þá finna allir eitthvað við sitt ölduhæfi á Fuerteventura. Playa de Sotavento er tilvalin fyrir flugdrekabretti (e. kitesurfing) og Corralejo-strönd þykir fyrsta flokks staður fyrir seglbrettasvif (e. windsurfing). Það er enginn skortur á fallegum ströndum á þessari eyju. Fyrir afslappaðri dag á ströndinni mælum við með Playa de Cofete á syðsta odda Fuerteventura en þessi fallega strönd býður töfrandi útsýni yfir Atlantshafið eða Caleta de Fuste þar sem er að finna einu strönd eyjunnar sem er í algjöru skjóli frá straumum og sterkum öldum svo þar er tilvalið fyrir fjölskyldur að njóta lífsins á ströndinni með krökkunum. En svo það sé á hreinu, þá er raunverulega enginn skortur á fallegum ströndum á þessari eyju. Náttúrufegurð, næturlíf og menning Fyrir utan strendurnar, sem Fuerteventura er vissulega frægust fyrir, býður eyjan líka upp á fjölbreytt úrval af náttúrufegurð og menningarlegri afþreyingu. Við mælum með göngu við Calderón Hondo-eldfjall til að upplifa náttúrufegurð og öðruvísi eldfjallaumhverfi eyjunnar, eða heimsókn á fornminjasafn Betancuria til að fræðast um sögu og menningu staðarins. Íslendingar fá síðan afar framandi upplifun með útsýninu yfir magnaðar sandöldur Corralejo-þjóðgarðsins. Í þessu fullkomna loftslagi í bland við dásamlega golu, er Fuerteventura frábær kostur fyrir flesta útivist, ekki síst hjólreiðar og golf. Eftir skemmtileg ævintýri í sólinni yfir daginn býður Fuerteventura síðan upp á ógrynni af afþreyingu fyrir frábært kvöld úti á lífinu. Corralejo er full af fyrirtaksbörum og hressandi skemmtistöðum og það er alltaf lifandi tónlist í boði einhvers staðar í höfuðborg eyjunnar, Puerto del Rosario. Fyrir þá sem vilja rólegra kvöld er tilvalið að koma sér fyrir á notalegum þakbar og njóta þess að drekka ævintýralegan kokkteil í hlýju kvöldloftinu.
Ferðalög Fréttir af flugi Play Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Sjá meira