Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2023 13:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. Í gær voru þrír úrskurðir Kærunefndar útlendingamála birtir en í þeim kemur fram að Útlendingastofnun hafi verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Vísað var til batnandi ástands í Venesúela. Rúmlega tólf hundruð umsóknir um vernd hafa borist frá Venesúelamönnum það sem af er árs og því ljóst að úrskurðurinn hefur áhrif á fjölda fólks sem dvelur hér á landi. Endurkomubannið sláandi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist óttast að þarna hafi kærunefndin látið undan pólitískum þrýstingi. „Það sem að sló mig talsvert harkalega við að lesa þessa úrskurði var að kærunefndin kýs að ekki eingöngu að vísa fólki til baka í aðstæður sem umdeilt er hvort eru öruggar heldur tekur hún botninn úr með því að setja á fólk endurkomubann ef það fer ekki úr landinu innan fimmtán daga,“ segir Arndís. Hún hefur miklar áhyggjur af fólkinu sem vísað verður úr landi. „Þetta er gríðarlega harkaleg umbreyting, þetta er gríðarlega harkaleg U-beygja sem íslensk stjórnvöld eru þarna að taka. Ég hef áhyggjur af því að þetta muni fara mjög illa fyrir marga,“ segir Arndís. Óttaslegnir Venesúelamenn Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum, hefur rætt við nokkra Venesúelamenn hér á landi í dag og í gær. Hún segir hljóðið í fólkinu ekki vera gott. Hjördís Kristinsdóttir er svæðisforingi Hjálpræðishersins.Stöð 2/Sigurjón „Það er mjög mikill ótti og það er mjög mikil hræðsla. Við erum í samskiptum við mjög margt af fólki frá Venesúela og nú frá því á fimmtudagskvöld hafa rignt inn fyrirspurnir frá fólki sem við höfum ekki verið í samstarfi við en veit að við erum mikið með fólki frá Venesúela. Er að biðja um samtöl og viðtöl til að ræða sína stöðu því fólk er mjög óttaslegið,“ segir Hjördís. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Píratar Hælisleitendur Venesúela Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Í gær voru þrír úrskurðir Kærunefndar útlendingamála birtir en í þeim kemur fram að Útlendingastofnun hafi verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Vísað var til batnandi ástands í Venesúela. Rúmlega tólf hundruð umsóknir um vernd hafa borist frá Venesúelamönnum það sem af er árs og því ljóst að úrskurðurinn hefur áhrif á fjölda fólks sem dvelur hér á landi. Endurkomubannið sláandi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist óttast að þarna hafi kærunefndin látið undan pólitískum þrýstingi. „Það sem að sló mig talsvert harkalega við að lesa þessa úrskurði var að kærunefndin kýs að ekki eingöngu að vísa fólki til baka í aðstæður sem umdeilt er hvort eru öruggar heldur tekur hún botninn úr með því að setja á fólk endurkomubann ef það fer ekki úr landinu innan fimmtán daga,“ segir Arndís. Hún hefur miklar áhyggjur af fólkinu sem vísað verður úr landi. „Þetta er gríðarlega harkaleg umbreyting, þetta er gríðarlega harkaleg U-beygja sem íslensk stjórnvöld eru þarna að taka. Ég hef áhyggjur af því að þetta muni fara mjög illa fyrir marga,“ segir Arndís. Óttaslegnir Venesúelamenn Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum, hefur rætt við nokkra Venesúelamenn hér á landi í dag og í gær. Hún segir hljóðið í fólkinu ekki vera gott. Hjördís Kristinsdóttir er svæðisforingi Hjálpræðishersins.Stöð 2/Sigurjón „Það er mjög mikill ótti og það er mjög mikil hræðsla. Við erum í samskiptum við mjög margt af fólki frá Venesúela og nú frá því á fimmtudagskvöld hafa rignt inn fyrirspurnir frá fólki sem við höfum ekki verið í samstarfi við en veit að við erum mikið með fólki frá Venesúela. Er að biðja um samtöl og viðtöl til að ræða sína stöðu því fólk er mjög óttaslegið,“ segir Hjördís.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Píratar Hælisleitendur Venesúela Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira