Íslenski boltinn

Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna sím­tala Arnars

Aron Guðmundsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Vísir/Hulda Margrét

Á­frýjunar­dóm­stóll KSÍ hefur komist að þeirri niður­stöðu að sekta Knatt­spyrnu­deild Víkings Reykja­víkur um 250 þúsund krónur vegna hátt­semi Arnars Gunn­laugs­sonar, þjálfara karla­liðs fé­lagsins, sem var í sam­bandi við starfs­lið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leik­bann.

Um­ræddum leik lauk með 4-0 sigri Víkings Reykja­víkur en í úr­skurði sínum vísar á­frýjunar­dóm­stóllinn í grein 36.1 reglu­gerðar um knatt­spyrnu­mót.

Það voru Vals­menn sem höfðu áður á­frýjað niður­stöðu aga- og úr­skurðar­nefndar KSÍ að láta úr­slit um­rædds leiks standa ó­högguð. Sneri aðal­krafa Vals að því að dæma ætti Víkingum 3-0 tap í um­ræddum leik og var varakrafa fé­lagsins að endur­taka ætti leikinn.

Áfrýjunardómstóllinn telur ó­um­deilt að Arnar hafi verið í tengslum og sam­skiptum við starfs­fólk og þjálfara Víkings Reykjavíkur í boð­vangi er hann var á meðal á­horf­enda í leik Vals og Víkings R. í Bestu deild karla á sama tíma og hann tók út leik­bann í leiknum.

Arnar Gunnlaugsson í símanum við sína menn í stúkunni á Origovellinum að HlíðarendaVísir/Anton Brink

„Er það niður­staða dómsins að þjálfara mfl. karla hjá varnar­aðila hafi verið ó­heimilt að vera í tengslum eða sam­skiptum við starfs­fólk eða þjálfara Víkings R. í boð­vangi á sama tíma og hann tók út leik­bann í leiknum. Þá hafi þjálfara verið ó­heimilt að taka þátt í fjöl­miðla­starf­semi á leik­vangi í tengslum við um­ræddan leik.“

Við á­kvörðun sektar­fjár­hæðar er litið til þess að brotin áttu sér stað í efstu deild meistara­flokks og voru endur­tekin á meðan leik stóð. 

„Með hlið­sjón af framan­greindu, eðli og um­fangi brota þjálfara varnar­aðila og at­vikum máls að öðru leyti er sektar­fjár­hæð talin hæfi­lega á­kveðin kr. 250.000,“ segir í úrskurði Áfrýjunardómstóls KSÍ.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.