Bjóða aðstoð hersins eftir að 100 lögreglumenn leggja niður vopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2023 08:09 Lögregla virðist ósátt við að ákæra hafi verið gefin út eftir að óvopnaður borgari var skotinn til bana. epa/Andy Rain Breska varnarmálaráðuneytið hefur boðið löggæsluyfirvöldum í Lundúnum aðstoð hermanna eftir að fjöldi lögreglumanna í höfuðborginni skilaði inn skotvopnum sínum. Samkvæmt BBC eru vopnaðir lögreglumenn í borginni um það bil 2.500 en yfir hundrað hafa skilað inn skotvopnaleyfum sínum í mótmælaskyni eftir að lögreglumaður var ákærður fyrir að skjóta óvopnaðan mann til bana. Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, hefur fagnað boðaðri rannsókn stjórnvalda á vopnaburði lögreglu og segir rétt að gera ríkar kröfur til lögreglu hvað þetta varðar. Hann segir regluverkið sem nú sé í gildi hins vegar grafa undan lögreglunni og að lögreglumenn þurfi að njóta aukinnar lagalegrar verndar. Umrætt atvik átti sér stað í september í fyrra en þá lést hinn 24 ára Chris Kaba eftir að lögreglumaður skaut á bifreið sem hann ók í Streatham í suðurhluta Lundúna. Kaba var byggingaverkamaður og tilvonandi faðir. Það kom seinna í ljós að umrædd bifreið, sem Kaba virðist hafa fengið lánaða, hafði verið tengd við lögreglumál frá deginum áður, þar sem skotvopn komu við sögu. Framgöngu lögreglu var harðlega mótmælt. Rowley hefur sagt að lögreglumenn þurfi að njóta nægrar verndar til að geta sinnt störfum sínum almennilega og að þegar upp komi atvik þar sem þeir hafa fari út fyrir mörk þurfi að ganga hraðar að rannsaka og gera upp mál. Innanríkisráðherrann Suella Braverman segir almenning reiða sig á vopnaða lögreglumenn til að tryggja öryggi þeirra og að umræddir lögreglumenn þurfi oft að taka ákvarðanir á augnabliki, við erfiðar kringumstæður. Hún segir lögregluna njóta fulls stuðnings ráðuneytisins. Lundúnarlögreglan hefur sagt að boð varnarmálaráðuneytisins verði aðeins þegið ef erfiðar aðstæður skapast og ljóst þyki að lögregla ráði ekki við ástandið. Eins og sakir standa njóti lögreglan í höfuðborginni stuðnings lögreglu í nágrannaumdæmum. Bretland Skotvopn Erlend sakamál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Samkvæmt BBC eru vopnaðir lögreglumenn í borginni um það bil 2.500 en yfir hundrað hafa skilað inn skotvopnaleyfum sínum í mótmælaskyni eftir að lögreglumaður var ákærður fyrir að skjóta óvopnaðan mann til bana. Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, hefur fagnað boðaðri rannsókn stjórnvalda á vopnaburði lögreglu og segir rétt að gera ríkar kröfur til lögreglu hvað þetta varðar. Hann segir regluverkið sem nú sé í gildi hins vegar grafa undan lögreglunni og að lögreglumenn þurfi að njóta aukinnar lagalegrar verndar. Umrætt atvik átti sér stað í september í fyrra en þá lést hinn 24 ára Chris Kaba eftir að lögreglumaður skaut á bifreið sem hann ók í Streatham í suðurhluta Lundúna. Kaba var byggingaverkamaður og tilvonandi faðir. Það kom seinna í ljós að umrædd bifreið, sem Kaba virðist hafa fengið lánaða, hafði verið tengd við lögreglumál frá deginum áður, þar sem skotvopn komu við sögu. Framgöngu lögreglu var harðlega mótmælt. Rowley hefur sagt að lögreglumenn þurfi að njóta nægrar verndar til að geta sinnt störfum sínum almennilega og að þegar upp komi atvik þar sem þeir hafa fari út fyrir mörk þurfi að ganga hraðar að rannsaka og gera upp mál. Innanríkisráðherrann Suella Braverman segir almenning reiða sig á vopnaða lögreglumenn til að tryggja öryggi þeirra og að umræddir lögreglumenn þurfi oft að taka ákvarðanir á augnabliki, við erfiðar kringumstæður. Hún segir lögregluna njóta fulls stuðnings ráðuneytisins. Lundúnarlögreglan hefur sagt að boð varnarmálaráðuneytisins verði aðeins þegið ef erfiðar aðstæður skapast og ljóst þyki að lögregla ráði ekki við ástandið. Eins og sakir standa njóti lögreglan í höfuðborginni stuðnings lögreglu í nágrannaumdæmum.
Bretland Skotvopn Erlend sakamál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira