Hulunni svipt af banamanni Guðmundar Kambans Árni Sæberg skrifar 21. september 2023 07:46 Guðmundur var Jónsson en tók upp eftirnafnið Kamban árið 1908. Nafn danska andspyrnumannsins, sem banaði rithöfundinum Guðmundi Kamban í Kaupmannahöfn árið 1945, hefur verið sveipað leyndarhjúp í rúm 78 ár. Sá hét Egon Alfred Højland. Guðmundur, sem flutti 22 ára til Danmerkur, fékk orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni, var handtekinn og skotinn til bana þann 5. maí 1945. Guðmundur bjó á Hotel-Pension Bartoli á Uppsalagötu 20 og þennan sama dag lauk hernámi Þjóðverja í Danmörku með tilheyrandi gleði og ringulreið. Danskir andspyrnumenn mættu á heimili Guðmundar og báðu hann um að fylgja sér. Guðmundur mun ekki hafa verið á því og óskaði eftir því að fá að sjá handtökuskipun. Lauk samskiptunum með því að einn andspyrnumannanna skaut Guðmund til bana. Nafnið legið frammi í átta ár Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, ritar lærða grein um málið í Morgunblað dagsins. Þar segir að Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur hafi fyrir margt löngu fengið aðgang að gögnum dómsmálaráðuneytis Danmerkur um opinbera rannsókn á máli Kambans. Frá því hafi hann greint í bók sinni Berlínarblús, sem gefin var út árið 1996. Hann hafi hins vegar ekki mátt gefa það upp hver varð Guðmundi að bana og hann hafi tekið leyndarmálið með sér í gröfina. Ásgeir hafi falið handritadeild Landsbókasafnsins varðveislu gagna sinna um málið og þau hafi verið lokuð til ársins 2015. „Sá sem skaut Guðmund Kamban til bana hét fullu nafni Egon Alfred Højland og var foringi í andspyrnuhópnum Ringen í Kaupmannahöfn,“ segir Guðmundur Magnússon, eftir að hafa kynnt sér gögnin. Egon þessi var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1916 og lærði skiltamálun áður en hann gekk til liðs við Ringen. Tæpum þremur áratugum eftir að hafa banað Kamban tók hann sæti á danska þinginu, þar sem hann sat í skamman tíma, frá desember árið 1973 til janúar 1975. Seinni heimsstyrjöldin Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. 11. október 2021 07:55 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Guðmundur, sem flutti 22 ára til Danmerkur, fékk orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni, var handtekinn og skotinn til bana þann 5. maí 1945. Guðmundur bjó á Hotel-Pension Bartoli á Uppsalagötu 20 og þennan sama dag lauk hernámi Þjóðverja í Danmörku með tilheyrandi gleði og ringulreið. Danskir andspyrnumenn mættu á heimili Guðmundar og báðu hann um að fylgja sér. Guðmundur mun ekki hafa verið á því og óskaði eftir því að fá að sjá handtökuskipun. Lauk samskiptunum með því að einn andspyrnumannanna skaut Guðmund til bana. Nafnið legið frammi í átta ár Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, ritar lærða grein um málið í Morgunblað dagsins. Þar segir að Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur hafi fyrir margt löngu fengið aðgang að gögnum dómsmálaráðuneytis Danmerkur um opinbera rannsókn á máli Kambans. Frá því hafi hann greint í bók sinni Berlínarblús, sem gefin var út árið 1996. Hann hafi hins vegar ekki mátt gefa það upp hver varð Guðmundi að bana og hann hafi tekið leyndarmálið með sér í gröfina. Ásgeir hafi falið handritadeild Landsbókasafnsins varðveislu gagna sinna um málið og þau hafi verið lokuð til ársins 2015. „Sá sem skaut Guðmund Kamban til bana hét fullu nafni Egon Alfred Højland og var foringi í andspyrnuhópnum Ringen í Kaupmannahöfn,“ segir Guðmundur Magnússon, eftir að hafa kynnt sér gögnin. Egon þessi var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1916 og lærði skiltamálun áður en hann gekk til liðs við Ringen. Tæpum þremur áratugum eftir að hafa banað Kamban tók hann sæti á danska þinginu, þar sem hann sat í skamman tíma, frá desember árið 1973 til janúar 1975.
Seinni heimsstyrjöldin Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. 11. október 2021 07:55 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. 11. október 2021 07:55