Sport

Dag­skráin í dag: Kemst Breiða­blik í riðla­keppni Sambandsdeildar Evrópu?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Breiðablik getur komist í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu?
Breiðablik getur komist í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu? Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Breiðablik getur komist í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá verður dregið í Meistaradeild Evrópu og spilað í Bestu deild kvenna.

Stöð 2 Sport

Klukkan 16.15 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik og Struga mætast í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Leikurinn hefst kl. 16.45.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 16.00 verður dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 15.00 er KPMG Women´s Irish Open-mótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni.

Klukkn 22.00 er Portland Classic-mótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17.25 hefst upphitun Bestu markanna fyrir leiki dagsins í Bestu deild kvenna. Klukkan 17.50 hefst svo útsending frá Garðabæ þar sem Stjarnan og FH mætast.

Vodafone Sport

Klukkan 16.55 hefst útsending frá leik Kiel og Gummersbach í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta.

Besta deildin 

Klukkan 17.50 hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem Valur og Þór/KA mætast í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×