Sport

Dag­skráin í dag: Fót­bolti út um allt, For­múla 1, hafna­bolti og golf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valsmenn eru í beinni í dag.
Valsmenn eru í beinni í dag. Vísir/Diego

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á fótbolta frá Íslandi, Ítalíu og Þýskalandi ásamt því að vera með Formúlu 1, hafnabolta og golf.

Stöð 2 Sport

Klukkan 16.45 er leikur FH og Vals í Bestu deild karla í knattspyrnu á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.35 er leikur AC Milan og Torino í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18.35 er leikur Hellas Verona og Roma í Serie A á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 23.00 er Canadian Pacific Women´s Open-mótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Vodafone Sport

Klukkan 09.25 er æfingin í Formúlu 1 á dagskrá. Klukkan 12.55 er tímatakan í Formúlunni svo á dagskrá.

Klukkan 16.45 mætast Gladbach og Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 19.00 er komið að leik Cleveland Guardians og Tornto Blue Jays í MLB-deildinni í Bandaríkjunum.

Besta rásin

Klukkan 15.50 hefst útsending frá Akureyri þar sem KA tekur á móti Stjörnunni í Bestu deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×