Tveir bestu CrossFit karlar heimsins í ár eru þjálfaðir af konum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 08:31 Caroline Lambray óskar Jeffery Adler til hamingju með heimsmeistaratitilinn. Instagram/@crossfitgames Jeffery Adler varð á dögunum heimsmeistari í CrossFit í fyrsta sinn og landi hans Pat Vellner varð í öðru sæti á heimsleikunum. Þeir eiga meira sameiginlegt en að vera báðir frá Kanada. Svo skemmtilega vill til að tveir bestu CrossFit karlar heimsins eru báðir þjálfaðir af konum. Caroline Lambray byrjaði að þjálfa Adler fyrir mörgum árum en hann hefur sýnt stöðugar framfarir síðustu ár. Þekkt var þegar hann mætti sem sjálfboðaliði á leikana fyrir sjö árum en undanfarin ár hefur hann verið meðal keppanda á heimsleikunum. Fyrir ári síðan birtist viðtal við Lambray sem sá inn í framtíðina. „Það yrði virkilega gaman að vera fyrsta konan til að gera skjólstæðing sinn að heimsmeistara í CrossFit. Það er eitthvað á mínum óskalista,“ sagði Caroline Lambray fyrir rúmu ári síðan í samtali við Emily Beers hjá Morning Chalk Up. Í ár fór Adler síðan alla leið og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Lambray byrjaði á því að skipuleggja æfingarnar hans og halda utan um árangurinn. Samvinna þeirra hefur síðan eflst og breyst þannig að hún hefur tekið að sér meiri utanumhald og stjórn á hans málum. Þau eru líka kærustupar fyrir utan það að vinna saman í CrossFit íþróttinni. Undanfarin ár hefur samvinna þeirra vakið mikla athygli og um leið og hann hefur orðið sá besti í heimi hefur hún unnið sér inn virðingu sem ein af bestu þjálfurum CrossFit íþróttarinnar. „Samstarf okkar hefur þróast mikið í gegnum árin,“ sagði Caroline Lambray í viðtali við Morning Chalk Up. Silfurmaðurinn Pat Vellner er líka með konu sem þjálfara en það er Michele Letendre. Samvinna þeirra hefur skilað honum þrisvar upp á verðlaunapallinn á síðustu fimm árum. „Ég hef alltaf viljað kallað mig þjálfara en staðreyndin er sú að ég sting í stúf. Það eru ekki margar konur í mínu starfi,“ sagði Michele Letendre í viðtali við Morning Chalk Up. „Ég held samt að það breyti engu um gæði þjálfunarinnar hvort þjálfarinn sé karla eða kona. Það breytir hins vegar sjónarhorni fólks,“ sagði Letendre. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Svo skemmtilega vill til að tveir bestu CrossFit karlar heimsins eru báðir þjálfaðir af konum. Caroline Lambray byrjaði að þjálfa Adler fyrir mörgum árum en hann hefur sýnt stöðugar framfarir síðustu ár. Þekkt var þegar hann mætti sem sjálfboðaliði á leikana fyrir sjö árum en undanfarin ár hefur hann verið meðal keppanda á heimsleikunum. Fyrir ári síðan birtist viðtal við Lambray sem sá inn í framtíðina. „Það yrði virkilega gaman að vera fyrsta konan til að gera skjólstæðing sinn að heimsmeistara í CrossFit. Það er eitthvað á mínum óskalista,“ sagði Caroline Lambray fyrir rúmu ári síðan í samtali við Emily Beers hjá Morning Chalk Up. Í ár fór Adler síðan alla leið og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Lambray byrjaði á því að skipuleggja æfingarnar hans og halda utan um árangurinn. Samvinna þeirra hefur síðan eflst og breyst þannig að hún hefur tekið að sér meiri utanumhald og stjórn á hans málum. Þau eru líka kærustupar fyrir utan það að vinna saman í CrossFit íþróttinni. Undanfarin ár hefur samvinna þeirra vakið mikla athygli og um leið og hann hefur orðið sá besti í heimi hefur hún unnið sér inn virðingu sem ein af bestu þjálfurum CrossFit íþróttarinnar. „Samstarf okkar hefur þróast mikið í gegnum árin,“ sagði Caroline Lambray í viðtali við Morning Chalk Up. Silfurmaðurinn Pat Vellner er líka með konu sem þjálfara en það er Michele Letendre. Samvinna þeirra hefur skilað honum þrisvar upp á verðlaunapallinn á síðustu fimm árum. „Ég hef alltaf viljað kallað mig þjálfara en staðreyndin er sú að ég sting í stúf. Það eru ekki margar konur í mínu starfi,“ sagði Michele Letendre í viðtali við Morning Chalk Up. „Ég held samt að það breyti engu um gæði þjálfunarinnar hvort þjálfarinn sé karla eða kona. Það breytir hins vegar sjónarhorni fólks,“ sagði Letendre. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira