Tveir bestu CrossFit karlar heimsins í ár eru þjálfaðir af konum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 08:31 Caroline Lambray óskar Jeffery Adler til hamingju með heimsmeistaratitilinn. Instagram/@crossfitgames Jeffery Adler varð á dögunum heimsmeistari í CrossFit í fyrsta sinn og landi hans Pat Vellner varð í öðru sæti á heimsleikunum. Þeir eiga meira sameiginlegt en að vera báðir frá Kanada. Svo skemmtilega vill til að tveir bestu CrossFit karlar heimsins eru báðir þjálfaðir af konum. Caroline Lambray byrjaði að þjálfa Adler fyrir mörgum árum en hann hefur sýnt stöðugar framfarir síðustu ár. Þekkt var þegar hann mætti sem sjálfboðaliði á leikana fyrir sjö árum en undanfarin ár hefur hann verið meðal keppanda á heimsleikunum. Fyrir ári síðan birtist viðtal við Lambray sem sá inn í framtíðina. „Það yrði virkilega gaman að vera fyrsta konan til að gera skjólstæðing sinn að heimsmeistara í CrossFit. Það er eitthvað á mínum óskalista,“ sagði Caroline Lambray fyrir rúmu ári síðan í samtali við Emily Beers hjá Morning Chalk Up. Í ár fór Adler síðan alla leið og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Lambray byrjaði á því að skipuleggja æfingarnar hans og halda utan um árangurinn. Samvinna þeirra hefur síðan eflst og breyst þannig að hún hefur tekið að sér meiri utanumhald og stjórn á hans málum. Þau eru líka kærustupar fyrir utan það að vinna saman í CrossFit íþróttinni. Undanfarin ár hefur samvinna þeirra vakið mikla athygli og um leið og hann hefur orðið sá besti í heimi hefur hún unnið sér inn virðingu sem ein af bestu þjálfurum CrossFit íþróttarinnar. „Samstarf okkar hefur þróast mikið í gegnum árin,“ sagði Caroline Lambray í viðtali við Morning Chalk Up. Silfurmaðurinn Pat Vellner er líka með konu sem þjálfara en það er Michele Letendre. Samvinna þeirra hefur skilað honum þrisvar upp á verðlaunapallinn á síðustu fimm árum. „Ég hef alltaf viljað kallað mig þjálfara en staðreyndin er sú að ég sting í stúf. Það eru ekki margar konur í mínu starfi,“ sagði Michele Letendre í viðtali við Morning Chalk Up. „Ég held samt að það breyti engu um gæði þjálfunarinnar hvort þjálfarinn sé karla eða kona. Það breytir hins vegar sjónarhorni fólks,“ sagði Letendre. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sjá meira
Svo skemmtilega vill til að tveir bestu CrossFit karlar heimsins eru báðir þjálfaðir af konum. Caroline Lambray byrjaði að þjálfa Adler fyrir mörgum árum en hann hefur sýnt stöðugar framfarir síðustu ár. Þekkt var þegar hann mætti sem sjálfboðaliði á leikana fyrir sjö árum en undanfarin ár hefur hann verið meðal keppanda á heimsleikunum. Fyrir ári síðan birtist viðtal við Lambray sem sá inn í framtíðina. „Það yrði virkilega gaman að vera fyrsta konan til að gera skjólstæðing sinn að heimsmeistara í CrossFit. Það er eitthvað á mínum óskalista,“ sagði Caroline Lambray fyrir rúmu ári síðan í samtali við Emily Beers hjá Morning Chalk Up. Í ár fór Adler síðan alla leið og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Lambray byrjaði á því að skipuleggja æfingarnar hans og halda utan um árangurinn. Samvinna þeirra hefur síðan eflst og breyst þannig að hún hefur tekið að sér meiri utanumhald og stjórn á hans málum. Þau eru líka kærustupar fyrir utan það að vinna saman í CrossFit íþróttinni. Undanfarin ár hefur samvinna þeirra vakið mikla athygli og um leið og hann hefur orðið sá besti í heimi hefur hún unnið sér inn virðingu sem ein af bestu þjálfurum CrossFit íþróttarinnar. „Samstarf okkar hefur þróast mikið í gegnum árin,“ sagði Caroline Lambray í viðtali við Morning Chalk Up. Silfurmaðurinn Pat Vellner er líka með konu sem þjálfara en það er Michele Letendre. Samvinna þeirra hefur skilað honum þrisvar upp á verðlaunapallinn á síðustu fimm árum. „Ég hef alltaf viljað kallað mig þjálfara en staðreyndin er sú að ég sting í stúf. Það eru ekki margar konur í mínu starfi,“ sagði Michele Letendre í viðtali við Morning Chalk Up. „Ég held samt að það breyti engu um gæði þjálfunarinnar hvort þjálfarinn sé karla eða kona. Það breytir hins vegar sjónarhorni fólks,“ sagði Letendre. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sjá meira