Íþróttaiðkun geti ýtt undir illvígar hjartsláttatruflanir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2023 17:05 Davíð O. Arnar læknir. vísir Hjartastopp eru ekki algengari en áður, að sögn Davíðs O Arnar hjartalæknis. Fjallað hefur verið um hjartastopp íþróttamanna á undanförnum árum en Davíð segir íþróttaiðkun geta ýtt undiraðstæður þar sem illvígar hjartsláttartruflanir spretta fram. Það fór um marga í Grafarvogi á fimmtudagskvöld þegar leikmaður Álftaness fór í hjartastopp í leik Fjölnis og Álftaness í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Þjálfari Álftaness þakkaði skjótum viðbrögðum viðstaddra fyrir að ekki fór verr. Fleiri dæmi eru um knattspyrnumenn sem hafa farið í hjartastopp. Emil Pálsson knattspyrnumaður hefur farið tvisvar í hjartastopp á síðustu þremur árum og óhugnanlegt hjartastopp átti sér stað í beinni útsendingu á EM karla 2021 þegar Christian Eriksen leikmaður Danmerkur fór í hjartastopp og hneig niður. Í umfjölluninni hefur því verið velt upp hvort hjartastopp, sérstaklega hjá íþróttafólki, hafi orðið algengari á undanförnum árum. Hjartalæknir segir svo ekki vera. „Hjartastopp er tiltölulega algeng. Á Íslandi eru um 150 til 200 hjartastopp á ári, en lang flest verða hjá fólki sem er komið yfir fertugt. Hjartastopp hjá yngra fólki er frekar sjaldgæft, þetta eru fim mtil sjö tilvik á ári og þar af mögulega eitt í íþróttum. Þetta er ekki algengt en þetta vekur yfirleitt mikla athygli, sérstaklega þegar þetta gerist á íþróttavelli,“ segir Davíð O Arnar hjartalæknir sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Orsök ókunn í 30 prósent tilvika Hann segir sjúkdóma geta valdið hjartastoppi hjá ungu fólki og að kappleikir geti ýtt undir aðstæður þar sem það spretta fram illvígar hjartsláttartruflanir, oft út af undirliggjandi vanda. „Yfirleitt er streituhormónastig hátt, hjartsláttarhraðinn er mikill og það eru kringumstæður sem leiða stundum til þess að það komi fram aukaslög sem ýta undir alvarlegar hjartsláttartruflanir.“ Hann segir að í 60-70 prósent tilvika sé undirliggjandi vandi við hjartastopp sem ekki sé vitað af fyrir fram. Í 30 prósent tilfella finni læknar ekki orsök truflana. Spurður út í tengingu hjartastoppa við knattspyrnu segir Davíð að mögulegt sé að það að fá bolta í bringu geti valdið hjartsláttartruflunum. Hringja á hjálp, hnoða og nota rafstuðstæki Er hægt að koma í veg fyrir þetta? „Já það er hægt að gera það, skima fyrir þessu. Þeir sem spila í efstu deild í fótbolta fara í ítarlega skoðun en við gætum klárlega gert betur með skimun, leitað að ákveðnum sjúkdómum sem geta valdið hjartastoppi á ungaaldri. Vandamálið með skimun er að hún kostar og er umfangsmikil.“ Frávik geti fundist sem kalli á ítarlegri skoðun eða að fólki sé haldið frá keppni. „Það helgast af því að hjartalínur eru oft óeðlilegar vegna mikillar þjálfunar. Það gerir þær erfiðari í túlkun.“ Spurður út í það hvernig skuli bregðast við þegar fólk verður vitni að hjartastoppi, segir Davíð: „Í fyrsta lagi þarf að hringja í 112. Á meðan beðið skal hnoða á bringuna og í völdum tilfellum, þegar hjartarafstuðstæki eru nálægt þarf að fá það strax og tengja við sjúklinginn. Þetta eru þau þrjú viðbrögð sem skipta sköpum.“ Þetta hafi bjargað mörgum mannslífum, segir Davíð. „Mín skoðun er sú að þessi tæki þurfa að vera sem allra víðast.“ Heilbrigðismál Fótbolti Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Það fór um marga í Grafarvogi á fimmtudagskvöld þegar leikmaður Álftaness fór í hjartastopp í leik Fjölnis og Álftaness í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Þjálfari Álftaness þakkaði skjótum viðbrögðum viðstaddra fyrir að ekki fór verr. Fleiri dæmi eru um knattspyrnumenn sem hafa farið í hjartastopp. Emil Pálsson knattspyrnumaður hefur farið tvisvar í hjartastopp á síðustu þremur árum og óhugnanlegt hjartastopp átti sér stað í beinni útsendingu á EM karla 2021 þegar Christian Eriksen leikmaður Danmerkur fór í hjartastopp og hneig niður. Í umfjölluninni hefur því verið velt upp hvort hjartastopp, sérstaklega hjá íþróttafólki, hafi orðið algengari á undanförnum árum. Hjartalæknir segir svo ekki vera. „Hjartastopp er tiltölulega algeng. Á Íslandi eru um 150 til 200 hjartastopp á ári, en lang flest verða hjá fólki sem er komið yfir fertugt. Hjartastopp hjá yngra fólki er frekar sjaldgæft, þetta eru fim mtil sjö tilvik á ári og þar af mögulega eitt í íþróttum. Þetta er ekki algengt en þetta vekur yfirleitt mikla athygli, sérstaklega þegar þetta gerist á íþróttavelli,“ segir Davíð O Arnar hjartalæknir sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Orsök ókunn í 30 prósent tilvika Hann segir sjúkdóma geta valdið hjartastoppi hjá ungu fólki og að kappleikir geti ýtt undir aðstæður þar sem það spretta fram illvígar hjartsláttartruflanir, oft út af undirliggjandi vanda. „Yfirleitt er streituhormónastig hátt, hjartsláttarhraðinn er mikill og það eru kringumstæður sem leiða stundum til þess að það komi fram aukaslög sem ýta undir alvarlegar hjartsláttartruflanir.“ Hann segir að í 60-70 prósent tilvika sé undirliggjandi vandi við hjartastopp sem ekki sé vitað af fyrir fram. Í 30 prósent tilfella finni læknar ekki orsök truflana. Spurður út í tengingu hjartastoppa við knattspyrnu segir Davíð að mögulegt sé að það að fá bolta í bringu geti valdið hjartsláttartruflunum. Hringja á hjálp, hnoða og nota rafstuðstæki Er hægt að koma í veg fyrir þetta? „Já það er hægt að gera það, skima fyrir þessu. Þeir sem spila í efstu deild í fótbolta fara í ítarlega skoðun en við gætum klárlega gert betur með skimun, leitað að ákveðnum sjúkdómum sem geta valdið hjartastoppi á ungaaldri. Vandamálið með skimun er að hún kostar og er umfangsmikil.“ Frávik geti fundist sem kalli á ítarlegri skoðun eða að fólki sé haldið frá keppni. „Það helgast af því að hjartalínur eru oft óeðlilegar vegna mikillar þjálfunar. Það gerir þær erfiðari í túlkun.“ Spurður út í það hvernig skuli bregðast við þegar fólk verður vitni að hjartastoppi, segir Davíð: „Í fyrsta lagi þarf að hringja í 112. Á meðan beðið skal hnoða á bringuna og í völdum tilfellum, þegar hjartarafstuðstæki eru nálægt þarf að fá það strax og tengja við sjúklinginn. Þetta eru þau þrjú viðbrögð sem skipta sköpum.“ Þetta hafi bjargað mörgum mannslífum, segir Davíð. „Mín skoðun er sú að þessi tæki þurfa að vera sem allra víðast.“
Heilbrigðismál Fótbolti Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira