Brosti út að eyrum eftir að hafa fengið áritun frá Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2023 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir gefur hér unga aðdáandanum áritun í gær. @crossfitgames Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gefur ekki aðeins allt sitt í keppnina á heimsleikunum í CrossFit heldur gefur hún líka mikið af sér til áhugasamra áhorfenda í Madison. CrossFit samtökin náðu því á myndband í gær þegar Anníe hitti ungan aðdáenda sem vildi mikið hitta íslensku stjörnuna. Þessi unga stúlka brosti út að eyrum þegar Anníe gaf sér tíma til að tala aðeins við hana og gaf henni síðan eiginhandaráritun. „Tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, Anníe Þórisdóttir, að búa til minningar á CrossFit leikunum,“ stóð á Instagram síðu heimsleikanna með myndbandinu af Anníe og unga aðdáandanum. „Sjáið þetta bros,“ stóð líka inn á myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það fer ekkert á milli mála sem fylgjast með heimsleikunum að Anníe er einn allra vinsælasti keppandinn. Það er ekki aðeins sú staðreynd að hún hefur verið við toppinn lengur en umrædd stúlka hefur verið á lífi heldur einnig hvernig hún kemur fram, bæði við keppinautana og þá sem fylgjast með. Bros og gleði Anníe eru smitandi og það er ekkert skrýtið að hún heilli jafn unga sem aldna enn eitt árið. Anníe Mist átti mjög góðan dag í gær og er í fimmta sæti eftir þrjár greinar. Hún fékk krampa í baráttunni við svínslegu dýnurnar og það tók af henni einhver stig. Fimmta sætið lofar hins vegar góðu fyrir hina krefjandi þrjá daga sem eru fram undan. Þrjár greinar fara fram í dag en sú fyrsta hefst rétt fyrir klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma hjá körlunum en konurnar byrja síðan klukkutíma síðar. Í fyrstu greininni þurfa keppendur meðal annars að ýta sleða, klifra upp kaðla án þess að nota fætur, lyfta ketilbjöllum og ýta sleðanum aftur. Þrjár umferðir og sleðinn þyngist við hverja umferð. Í næstu grein dagsins eru keppendur að vinna með skíðavél og sandpoka og dagurinn endar síðan á Helenu sem eru þrjár umferðir af 400 metra spretti, tólf upplyftingum og 21 lyftu með 16kg (konur) og 23 kg (karlar) þungum handlóðum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
CrossFit samtökin náðu því á myndband í gær þegar Anníe hitti ungan aðdáenda sem vildi mikið hitta íslensku stjörnuna. Þessi unga stúlka brosti út að eyrum þegar Anníe gaf sér tíma til að tala aðeins við hana og gaf henni síðan eiginhandaráritun. „Tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, Anníe Þórisdóttir, að búa til minningar á CrossFit leikunum,“ stóð á Instagram síðu heimsleikanna með myndbandinu af Anníe og unga aðdáandanum. „Sjáið þetta bros,“ stóð líka inn á myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það fer ekkert á milli mála sem fylgjast með heimsleikunum að Anníe er einn allra vinsælasti keppandinn. Það er ekki aðeins sú staðreynd að hún hefur verið við toppinn lengur en umrædd stúlka hefur verið á lífi heldur einnig hvernig hún kemur fram, bæði við keppinautana og þá sem fylgjast með. Bros og gleði Anníe eru smitandi og það er ekkert skrýtið að hún heilli jafn unga sem aldna enn eitt árið. Anníe Mist átti mjög góðan dag í gær og er í fimmta sæti eftir þrjár greinar. Hún fékk krampa í baráttunni við svínslegu dýnurnar og það tók af henni einhver stig. Fimmta sætið lofar hins vegar góðu fyrir hina krefjandi þrjá daga sem eru fram undan. Þrjár greinar fara fram í dag en sú fyrsta hefst rétt fyrir klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma hjá körlunum en konurnar byrja síðan klukkutíma síðar. Í fyrstu greininni þurfa keppendur meðal annars að ýta sleða, klifra upp kaðla án þess að nota fætur, lyfta ketilbjöllum og ýta sleðanum aftur. Þrjár umferðir og sleðinn þyngist við hverja umferð. Í næstu grein dagsins eru keppendur að vinna með skíðavél og sandpoka og dagurinn endar síðan á Helenu sem eru þrjár umferðir af 400 metra spretti, tólf upplyftingum og 21 lyftu með 16kg (konur) og 23 kg (karlar) þungum handlóðum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira