Sport

Fyrsta degi á Meistaramóti Íslands í frjálsum lokið | Aníta fyrst í mark nokkuð örugglega

Árni Jóhannsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir á ferðinni á HM í London sumarið 2017. Síðustu þrjú ár hefur hún ekki getað æft eða keppt eins og hún vildi, vegna meiðsla.
Aníta Hinriksdóttir á ferðinni á HM í London sumarið 2017. Síðustu þrjú ár hefur hún ekki getað æft eða keppt eins og hún vildi, vegna meiðsla. EPA/IAN LANGSDON

Fyrsta keppnisdegi á 97. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum er lokið en móti fer fram á frjálsíþróttasvæði ÍR í Mjöddinni í þetta sinn. Keppt var í 12 greinum í dag og var Aníta Hinriksdóttir þar fremst í flokki í sinni grein.

Aníta sem er Ólympíufari og hefur unnið til verðlauna á erlendri grundu bæði sem unglingur og fullorðin var talin lang sigurstranglegust fyrir fram þegar hún tók þátt í 800 metra hlaup kvenna. Úr varð að hún hljóp á tímanum 2:07:31 og kom í mark sex sekúndum á undan Elínu Sóley Sigurbjörnsdóttur sem eins og Aníta hleypur fyrir FH.

Í 800 metra hlaupi karla var það Fjölnir Brynjarsson sem varð hlutskarpastur en hann kom í mark á tímanum 1:56:16 en hann hleypur einnig fyrir FH.

Undanúrslit í 100 metra hlaupi karla og kvenna fóru fram í dag en úrslitin fara fram á morgun laugardag. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR hljóp á besta tímanum hjá konunum og kom í mark á 11,92 sekúndum. Hjá körlunum var það Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH sem var með besta tímann en hann hljóp metrana hundarð á 10,40 sekúndum.

Mótsmet var slegið í 3000 metra hindrunarhlaupi kvenna  þegar Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR vann þá grein í dag. Hún kom í mark á tímanum 10:23:19 sem er mótsmet en næst kom í mark Íris Anna Skúladóttir úr FH á 10:42:76.

Hægt er að skoða fleiri úrslit á úrslitavef Frjálsíþróttasambands Íslands hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×