Nýsamþykkt lög draga úr áhrifum Hæstaréttar Ísraels Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 15:09 Frá mótmælum í Ísrael í dag. AP/Ariel Schalit) Ísraelska þingið, Knesset, samþykkti í dag fyrstu breytingarnar á dómskerfi landsins sem miða að því að auka vald þings og framkvæmdavalds og draga úr valdi dómstólanna. Mikil mótmæli hafa verið í landinu gegn áformum nýrrar hægristjórnar landsins. Hundruð manna hafa verið handtekin. Í gærkvöldi og í dag, í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, beitti lögregla öflugum vatnsbyssum til að dreifa mótmælendum. Eftir að fyrstu breytingarnar voru samþykktar í dag urðu mótmælendur reiðir. Leiðtogar mótmælenda segjast ekki ætla að hætta, samkvæmt frétt Times of Israel og heita því að berjast áfram gegn frumvarpinu. Samkvæmt nýju lögunum getur hæstiréttur landsins ekki lengur ógilt umdeildar ráðstafanir þingsins meðal annars á herteknu svæðunum í Palestínu. Stjórnarandstæðingar segja breytingarnar meðal annars getað dregið úr vilja fólks til að gegna herskyldu. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Hann stendur frammi fyrir nokkrum ákærum og dómsmálum, þar sem hann er meðal annars sakaður um spillingu. Fyrsta skrefið Yariv Levin, dómsmálaráðherra Ísraels, sagði í kjölfar þess að fyrstu breytingarnar voru samþykktar að um fyrsta skrefið af mörgum væri að ræða. Hann hefur lengi sakað dómara um að taka sér of mikið vald og þá af kosnum leiðtogum Ísraels. Samkvæmt New York Times gaf hann til kynna í ræðu í dag að hann vildi ganga lengra. „Við höfum tekið fyrsta skrefið í átt að sögulegum og mikilvægum árangri í endurbótum á dómstólum landsins,“ sagði Levin. Andstæðingar hans saka hann þó um að færa Ísrael nær einræði. Netanjahú ætlar að ávarpa þjóðina seinna í dag. Ísrael Tengdar fréttir Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. 24. júlí 2023 11:25 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Mikil mótmæli hafa verið í landinu gegn áformum nýrrar hægristjórnar landsins. Hundruð manna hafa verið handtekin. Í gærkvöldi og í dag, í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, beitti lögregla öflugum vatnsbyssum til að dreifa mótmælendum. Eftir að fyrstu breytingarnar voru samþykktar í dag urðu mótmælendur reiðir. Leiðtogar mótmælenda segjast ekki ætla að hætta, samkvæmt frétt Times of Israel og heita því að berjast áfram gegn frumvarpinu. Samkvæmt nýju lögunum getur hæstiréttur landsins ekki lengur ógilt umdeildar ráðstafanir þingsins meðal annars á herteknu svæðunum í Palestínu. Stjórnarandstæðingar segja breytingarnar meðal annars getað dregið úr vilja fólks til að gegna herskyldu. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Hann stendur frammi fyrir nokkrum ákærum og dómsmálum, þar sem hann er meðal annars sakaður um spillingu. Fyrsta skrefið Yariv Levin, dómsmálaráðherra Ísraels, sagði í kjölfar þess að fyrstu breytingarnar voru samþykktar að um fyrsta skrefið af mörgum væri að ræða. Hann hefur lengi sakað dómara um að taka sér of mikið vald og þá af kosnum leiðtogum Ísraels. Samkvæmt New York Times gaf hann til kynna í ræðu í dag að hann vildi ganga lengra. „Við höfum tekið fyrsta skrefið í átt að sögulegum og mikilvægum árangri í endurbótum á dómstólum landsins,“ sagði Levin. Andstæðingar hans saka hann þó um að færa Ísrael nær einræði. Netanjahú ætlar að ávarpa þjóðina seinna í dag.
Ísrael Tengdar fréttir Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. 24. júlí 2023 11:25 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. 24. júlí 2023 11:25