Sport

Hefur pissað tvisvar á sig í keppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson og Sólveig Sigurðardóttir voru létt á því en þurftu að svara erfiðum spurningum.
Björgvin Karl Guðmundsson og Sólveig Sigurðardóttir voru létt á því en þurftu að svara erfiðum spurningum. Skjámynd/WIT Fitness

Íslenska CrossFit fólkið Björgvin Karl Guðmundsson og Sólveig Sigurðardóttir var alveg tilbúið að bregða á leik og gefa af sér í léttu myndbandi á samfélagsmiðlum Wit Fitness.

Samfélagsmiðlafólkið hjá Wit Fitness fékk þá þau BKG og Sólu, eins og þau kalla þau, til að velja á milli hluta.

Þau voru spurð út í hljóð í lyftingasalnum og í svefnherberginu, það hvort að er betra að æfa í hljóði eða hlusta á sama ömurlega lagið aftur og aftur, hvort þau væri til að fórna lyftingunum eða þolþjálfuninni og hvort væri betra að hlaupa maraþon eða gera Murph æfinguna alræmdu fjórum sinnum.

Björgvin Karl og Sólveig voru alls ekki sammála um hitt en það leynir sér ekki að þau ná vel saman og höfðu gaman af. Sólveig sagði meðal annars frá því að hún hafi róið hundrað kílómetra sem tók hana í kringum níu klukkutíma.

Sólveig var opin hreinskilin í viðtali hjá Wit Fitness á dögunum og breytir ekkert út af því hér.

Sólveig sagði frá leyndarmáli þegar hún var spurð út í vandræðalegasta mómentið.

Sólveig viðurkenndi að hafa pissað tvisvar á sig í keppni og í bæði þegar hún var að klára erfitt hlaup í þyngingarvesti.

Björgvin Karl sagðist hafa verið nálægt því að missa í buxurnar en það hafði sem betur fer aldrei gerst.

Það má sjá svörin hjá okkar fólki hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×