Sport

Dag­skráin í dag: Besta deildin og þáttur um Norður­áls­mótið

Smári Jökull Jónsson skrifar
Víkingar verða í heimsókn í Árbænum í kvöld.
Víkingar verða í heimsókn í Árbænum í kvöld. Vísir/Pawel

Tveir leikir fara fram í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Þá verður sýndur þáttur um Norðurálsmótið í knattspyrnu sem fram fór á Akranesi um síðustu helgi.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18:25 verður sýndur þáttur um Norðurálsmótið í knattspyrnu sem fram fór á Akranesi um síðustu helgi. Þar kepptu leikmenn í 7. og 8. flokki í knattspyrnu en mótið er eitt stærsta knattspyrnumót landsins.

Áhugaverður leikur Stjörnunnar og FH verður sýndur beint klukkan 19:00. Eftir leiki gærkvöldsins er Stjarnan í fallsæti og þá verður forvitnilegt að sjá hvort FH nær að halda áfram góðu gengi sínu.

Klukkan 21:25 er síðan komið að Stúkunni en í kvöld fara þeir Gummi Ben, Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson yfir gang mála í Bestu deild karla og sýna öll helstu atriðin úr umferðinni sem lýkur í kvöld.

Stöð 2 Sport 5

Leikur Fylkis og Víkings í Bestu deild karla verður sýndur beint klukkan 19:05 en þar geta Víkingar styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×